Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður laugardaginn 17. desember n.k frá kl. 12-15 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré. Eingöngu er um að ræða stafafuru. Við verðum að auki með á plani tilhöggið greni og furu. Óski fólk efir að koma og velja sér sjálft greni er hægt að hafa samband og finnum út úr því. Sem fyrr er hægt að panta tré og er afhending eftir samkomulagi.

Boðið verður uppá hressingu í skóginum. Með kaupum á íslenskum „jólatrjám“ stuðlum við að minni mengum og styrkjum gott málefni.

Upplagt er að fylgjast með facebook síðu Skógræktarfélags Rangæinga en þar eru settar inn fréttir frá félaginu.

Allar nánari upplýsingar eru í síma: 8692042.