Eins og vonandi sem flestir vita eru afmælistónleikar hjá Barnakór Hvolsskóla næstkomandi föstudag. Fram koma með kórnum meðal annars fyrrum meðlimir barnakórsins ásamt fleiri flytjendum. Það stefnir í flotta tónleika sem við vonum að sem flestir geti notið á aðventunni. Skilyrði fyrir inngöngu á tónleikana er að framvísa neikvæðu hraðprófi, ekki eldra en 48 klst. gömlu. Börn á leikskólaaldri eru undanskilin þeirri kröfu. Hraðprófin eru fóki að kostnaðarlausu.
 
Forsala miða
Miðaverð eru 2000 krónur og frítt fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri í fylgd með foreldrum. Hægt er að kaupa miða með því að panta hjá ritara, 488-4240 eða senda á netfangið: steina@hvolsskoli.is, og millifæra á eftirfarandi reikning: kt. 520181-0249, reikningur: 0182-05-062557. Eins er hægt að koma hingað og kaupa miða eða kaupa á staðnum þegar tónleikarnir verða. EKKI NEINN POSI hjá okkur.
Nú eru komnar leiðbeiningar um hvernig við stöndum að því að skrá okkur í hraðpróf. Hraðprófin verða hér í Hvolsskóla 2. desember kl. 15:30-18:30 og eru opin öllum, bæði þeim sem vantar hraðpróf fyrir þennan viðburð eða einhverra annarra hluta vegna. Hér fyrir neðan er hlekkur til að skrá sig í próf.
 
Leiðbeiningar um skráningu í hraðpróf

 Þegar þið opnið hlekkinn til að bóka hraðpróf veljið þið einhvern af þeim flipum sem merktir eru sýnatöku á Hvolsvelli. Meðfylgjandi form birtist þá.

Þið fyllið formið inn 1x fyrir hvern aðila sem þarf að fara í skimun. Nafn þess sem verið er að bóka þarf að vera í fyrstu línu og þeirri fjórðu, sjá texta inni í línunum. Þegar þið hafið staðfest bókun fáið þið tölvupóst með kóða á nafni hvers aðila. Mikilvægt að foreldrar sjái um að bóka börn sem eru undir 16 ára aldri og mikilvægt að allar upplýsingar séu réttar í bókuninni. Mæta þarf með kóðann í skimun.
Í neðstu línu á bókunarforminu þarf að skrifa fæðingardag, mánuð og ár. Flýtileið er þessi:
1. Ýtið á línuna og upp kemur sá mánuður sem er núna, í dag: Nóvember 2021.
2. Ýtið á efstu línuna: Nóvember 2021 / Desember2021.
3. Ýtið þá á ártalið 2021.
4. Flettið til baka í ártölum (ör til vinstri framan við ártalið) og veljið það bil sem á við.
5. Veljið viðkomandi ár á töflunni sem birtist (fæðingarár viðkomandi).
6. Veljið viðkomandi mánuð af töflunni og síðan daginn. Þar með birtist þetta rétt í línunni.
Að lokum samþykkið þið bókunina og fáið kóða á netfangið sem þið gefið upp og þar koma líka niðurstöður.
Hér er hlekkurinn:
Hlökkum til að sjá ykkur á tónleiknum.