Það var líf og fjör í mötuneyti Rangárþings eystra í gær en í leik- og grunnskólanum voru hamborgarar í matinn. Það voru borðaðir alls 435 hamborgarar og tók það einn starfsmann um 3 klukkutíma að steikja alla borgarana. Sá starfsmaður mun líklega lykta af hamborgurum í dágóðan tíma. Þessi fjöldi hamborgara var heldur seinn í steikingu en næst þegar það eru hamborgarar í matinn verður búið að finna fljótlegri og skilvirkari leið.

Í næstu viku er fjölmenningarvika í mötuneytinu og er matseðillinn gerður í samræmi við það og verður m.a. í boði íslensk kjötsúpa, marókkóst lambagúllas og spænskur saltfiskréttur

Matseðill.