Laugardaginn 2. desember sl. voru haldnir glæsilegir jólatónleikar í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Það voru þær Maríanna Másdóttir og Sólveig Pálmadóttir sem að skipulögðu tónleikana og tókust þeir í alla staði vel. Bergsveinn Theodórsson var kynnir kvöldsins. Tónlistarfólk úr héraði í bland við aðra spiluðu og sungu og fóru tónleikagestir heim með jólafrið í hjarta. Þetta er vonandi viðburður sem kominn er til að vera í sveitarfélaginu.