Um síðustu helgi fór Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára. Mótið var haldið í Laugardalshöll. Skemmst er að segja frá því að lið HSK sigraði mótið með miklum yfirburðum. Alls fóru kepptu 81 keppandi fyrir HSK og áttum við í Rangárþingi eystra nokkra keppendur. Allir keppendurnir stóðu sig vel og söfnuðu stigum fyrir sitt félag. Í þessum hópi áttum við tvo Íslandsmeistara en það voru þau Sindri Ingvarsson (14 ára) sem sigraði í kúluvarpi og Birta Sigurborg Úlfarsdóttir (12 ára) sem sigraði  4x200 metra boðhlaupi. 

Frábær árangur hjá krökkunum og ljóst að frjálsíþróttadeildin er að standa sig vel. Þjálfarar þeirra eru Rúnar Hjálmarsson og Ólafur Elí.