Foreldrafélagið gaf leikskólanum Örk þrjú ný þríhjól

Foreldrafélagið gaf leikskólanum Örk þrjú ný þríhjól. Hjólin eru mjög vinsæl hjá börnunum og býður leikskólagarðurinn upp á að hægt er að hjóla skemmtilega hjólahringi. Á myndinni er Sandra Úlfarsdóttir sem afhenti hjólin fyrir hönd foreldrafélagsins, Árný Jóna Sigurðardóttir leikskólastjóri og þrír fulltrúar leikskólans sem tóku á móti hjólunum.