Miðvikudaginn 10. apríl sl. kom kvenfélagið Eining færandi hendi á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol. Þá var afhentur fjölnota stóll sem snyrtifræðingar, fótaaðgerðafræðingar, nuddarar og fleiri geta nýtt fyrir sig. Kvenfélagið hefur tvisvar haldið Góugleði og ákveðið var að nota ágóðann til kaupa á stólnum fyrir Kirkjuhvol. Kvenfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn varðandi undirbúning og framkvæmd Góugleðinnar.

Félag aðstandenda heimilisfólks á Kirkjuhvoli leitaði til annarra kvenfélaga í sveitarfélaginu og til Rauðakrossdeildar Rangárvallasýslu og fyrir upphæð sem safnaðist meðal þeirra félaga voru keyptir fylgihlutir fyrir stólinn, s.s. stól fyrir sérfræðing að störfum, borð og lampa. Allt eru þetta hlutir sem þarf til að mynda fullkomna snyrtistofu fyrir heimilismenn og voru þeir einnig afhentir á miðvikudaginn

Ólöf Guðbjörg, forstöðukona Kirkjuhvols vildi skila kæru þakklæti fyrir hönd Kirkjuhvols, til allra þeirra sem komu að því að gefa þessa góðu gjöf.

Á myndunum má sjá Arndísi Finnsson, formann kvenfélagsins Einingar, afhenda Ólöfu Guðbjörgu stólinn. Stóllinn var síðan að sjálfsögðu prófaður.