Mörg áhugaverð verkefni
Alls bárust 178 umsóknir, sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Heildarupphæð sem sótt var um var um 330 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 33 milljónir króna, sem fyrr segir. Umsóknir voru almennt mjög vel vandaðar og verkefnin áhugaverð. Því reyndist sérlega erfitt að velja á milli en sem sjá má var aðeins hægt að verða við broti af umsóknum.

Samtals 28 verkefni styrkt
Alls hlutu 28 verkefni styrk og allmennt séð má segja að talsvert hafi verið veitt í hönnun og undirbúning framkvæmda að þessu sinni. Að meðaltali er hver styrkupphæð heldur hærri en verið hefur undanfarin ár en hæsta styrkinn, 6 milljónir króna vegna tveggja verkefna, fékk félagið Vinir Þórsmerkur vegna hönnunar göngubrúa yfir Markarfljót og viðhald göngustíga í Goðalandi. Auk þeirra 33 milljóna sem komu til úthlutunar má geta þess að fjármunir voru settir í eins konar viðbragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kynnu að skapast á komandi sumri. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is

Listi yfir styrkþega

***
Það er afar ánægulegt þegar litið yfir listann yfir þá sem fengu úthlutað styrkjum að rúmar 10 milljónir koma í verkefni í Rangárþingi eystra eða tengdum verkefnum og ljóst að það verður töluvert um framkvæmdir við ferðamannastaði á svæðinu í vor og sumar.
Það er því ekkert að vandbúnaði að bjóða gesti velkomna í Rangárþing eystra og leyfa þeim að njóta einstakrar náttúru hér í túnfætinum og ekki síst mannlífi svæðiðsins. Það eru spennandi tímar framundan í ferðaþjónustunni og verður gaman að fylgjast með og taka þátt í þessum verkefnum sem framundan eru.

-ÞHA