Það er ánægjulegt að sjá þegar verið er að byggja ný hús í Rangárþingi eystra og sl. ár hafa þau verið þó nokkur bæði í þéttbýli og dreifbýli.

Á Hvolsvelli er nú verið að byggja nýtt einbýlishús við Öldubakka og hefur það tekið á sig góða mynd á skömmum tíma, búið er að vinna jarðvinnu við lagningu nýrrar götu, Sólbakka, þar sem nokkur hús munu vera byggð, nýtt parhús hefur risið við Hvolstún og búið er að grafa grunn fyrir fjögurra íbúða raðhúsi, einnig við Hvolstún. 

Það er því óhætt að segja að það sé ekki lognmolla yfir framkvæmdum í þéttbýlinu

Ekki er það síðra í dreifbýlinu og þar eru t.a.m. ferðaþjónustumenn á Hellishólum og í Skálakoti að byggja við sína þjónustu og eigendur Hótel Önnu á Moldnúpi hafa verið að byggja veitingasal og hótel á Skógum.

Meðfylgjandi myndir eru af nýbyggingum á Hvolsvelli