Dúmbó og Steini á Hvoli.

Hin gamalkunna danshljómsveit Dúmbó og Steini frá Akranesi spilar á stórdansleik á Hvoli þann 8.júní n.k. Tilefnið er þríþætt. Hljómsveitin fagnar 50 ára starfsafmæli, en á Hvoli spilaði hljómsveitin margoft við geysivinsældir á ferli sínum, og þykir því tilheyra að rifja upp fyrri tíma í Hvolnum. Dúmbó hafa komið fram öðru hvoru í gegnum árin, en frá áramótum hafa þeir æft prógramm sitt,og ætla að skemmta landsmönnum í sumar. Einnig fagnar Hvolsvöllur 80 ára kaupstaðarafmæli, og má segja að viðburðurinn sé liður í hátíðarhöldunum. Þá ætlar fjöldi fyrrum Skógaskólanema að stefna sér saman,og fjölmenna á dansleikinn ,en þeir verða á yfirreið um Suðurland þessa helgi að fagna útskriftarafmælum sínum.

Það má sannanlega segja að þetta sé stórviðburður,segir einn af lykilmönnum þess að fá Dúmbó og Steina á Hvol.Það er breiður hópur aðdáenda hljómsveitarinnar,sem eiga góðar minningar frá Hvoli.

Dansleikurinn hefst stundvíslega kl.22.00. 

Hér má hlusta á eitt af vinsælustu lögum Dúmbó og Steina