Nýr framkvæmdastjóri Kötlu jarðvangs.
Brynja Davíðsdóttir hefur verið ráðin úr hópi 23 umsækjenda í stöðu framkvæmdastjóra Kötlu jarðvangs. Hún tekur við af Steingerði Hreinsdóttur sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arcanum. Brynja er 39 ára gömul og með M.Sc. í náttúru- og umhverfisfræði auk þess sem hún á að baki þriggja ára verknám í hamskurði.

Katla jarðvangur er samstarfsverkefni sveitarfélaganna þriggja; Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og Rangárþings eystra. Auk sveitarfélaganna eru stofnendur jarðvangsins: Skógasafn, Kötlusetur, Kirkjubæjarstofa, Háskólafélag Suðurlands og Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands.

Brynja mun hafa aðal starfsstöð á Hvolsvelli og einnig mun hún hafa aðstöðu á Vík og Klaustri.