„Veit ekki fullorðna fólkið að sígarettustubbar eru líka rusl?“ sagði eitt barnið og hópurinn fór að velta fyrir sér hvað væri hægt að gera.

„Við getum búið til svona auglýsingar og neglt þær á trén“ sagði eitt barnanna.
 
„Já, og líka sett í blöðin og útvarpið“ sagði annað.

Úr varð að þau bjuggu til tilkynningu, myndskreyttu og fóru svo með í nokkrar stofnanir og fyrirtæki í þorpinu og fengu að hengja upp.

Af þessu má sjá að kynslóðirnar geta lært hver af annarri, og mikilvægt er að hlusta hvert á annað, bæði börn og fullorðnir því allir vita sínu viti!

Orðsendingin til vegfarenda