BEST stærðfræðikeppnin 


Dagana 6. - 7. mai verður lokahátíð BEST stærðfræðikeppninnar   haldin í Rangárþingi eystra.
Þá munu nemendur 9. bekkja af öllu landinu keppa til úrslita um hvaða bekkur tekur þátt fyrir hönd Íslands í þessari árlegu stærfræðikeppni milli Norðurlandanna.
Hvolsskóli hefur tekið þátt í Best stærðfræðikeppninni mörg undanfarin ár með góðum árangri og erum við því stollt að geta tekið á móti keppendunum hingað þetta árið.
Sýning á verkum nemenda í tengslum við keppnina, verður báða dagana á Bókasafninu og anddyri Tónlistaskólans og er öllum velkomið að koma og skoða.
Munnleg kynning á verkefnunum mun fara fram í sal Hvolsskóla kl: 16:30 á mánudeginum og síðan fer lokahnikkurinn fram á stóra sviðinu í Hvolnum kl: 10:00 á þriðjudagsmorgninum.
Við hvetjum alla til að koma og fylgjast með öðruvísi íþróttakeppni.