Barnakór Hvolsskóla heimsótti dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol í dag og söng fyrir heimilisfólkið. Veðrið var með besta móti og því var skellt í útitónleika. Heimilis- og starfsfólk Kirkjuhvols voru afar ánægð með heimsóknina. Stjórnandi kórsins er Ingibjörg Erlingsdóttir og spilaði hún undir á píanó.

Barnakór Hvolsskóla heldur einnig tónleika í Hvolnum í kvöld, föstudaginn17. maí kl. 20:00.