Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga í Rangárþingi eystra. 

Brú – Deiliskipulag
Tillagan gerir tekur til um 24,4 ha lands úr landi Brúar, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til núverandi bygginga, sem að hluta til verða nýttar fyrir ferðaþjónustu. Eins gerir tillagan ráð fyrir byggingu 12 smáhýsa, allt að 50m² hvert, sem nýtt verða fyrir ferðaþjónustu. 

Ofangreinda skipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 12. júní 2017. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 24. júlí 2017. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. 



F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi