Í kvöldfréttum á stöð 2 þann 8. apríl var talað við Ísólf Gylfa, sveitarstjóra, vegna ágangs við Seljalandsfoss. Nokkur umræða hefur farið fram á netmiðlum vegna átroðnings á svæðinu og myndir voru birtar af ástandinu við Seljalandsfoss um páskahelgina þar sem mikill fjöldi fólks heimsótti svæðið. Hratt var brugðist við og möl borin í stígana en vinnan við að halda við svæðinu er kostnaðarsöm án þess að skila nokkru til baka til sveitarfélagsins. Þetta og fleira kemur í viðtalinu við Ísólf Gylfa sem sjá má hér