Dagana 9.-11.apríl sl. var ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði haldin í fimmta sinn og nú á Ísafirði. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var „stjórnsýslan og við – áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna“  Þema ráðstefnunnar er mikilvæg ungu fólki sem mörg hver eru að ganga til kosninga í vor í fyrsta skipti. Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og hefur ráðstefnan ávallt vakið mikla lukku meðal þátttakenda. Að þessu sinni sóttu sjötíu einstaklingar ráðstefnuna, bæði ungmenni sem starfa í ungmennaráðum víðsvegar um landið og starfsmenn sem sjá um málefni ungmenna í sínu sveitafélagi. 
Ungmennaráð UMFÍ hafði veg og vanda af ráðstefnunni sem þótti takast með miklum ágætum enda jafningjafræðsla í hávegum höfð. Það er von ungmennaráðsins að sjötta ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verið haldin að ári. 

Ungmennaráð Ungmennafélag Íslands þakkar ráðstefnugestum, Héraðasambandi Vestfirðinga og Ísafjarðarbæ fyrir þeirra framlag til ráðstefnunnar. Ungmennafélag Íslands og hvetur jafnframt þau sveitarfélög sem enn hafa ekki stofnað ungmennaráð að taka sér meðfylgjandi ályktun ráðstefnunnar til fyrirmyndar.
Meðfylgjandi ályktun er unnin af þátttakendum með lýðræðislegum vinnubrögðum. Ungmennaþing fór fram seinni daginn á ráðstefnunni eftir vinnustofur fyrri daginn. Á þinginu sköpuðust líflegar umræður um hverja ályktun fyrir sig sem að lokum varð að heildar ályktun sem samþykkt var einróma af ráðstefnugestum. 

Fyrir hönd Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands 
Sabína Steinunn Halldórsdóttir 
Landsfulltrúi UMFÍ