Nýlega tók Vegagerðin við rekstri almenningssamgangna á landsbyggðinni en samningar um almenningssamgöngur á Suðurlandi, á milli SASS og Vegagerðarinnar, rann út um áramótin. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins, tók því formlega við rekstrinum frá og með 1. janúar síðastliðinn. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður þjónustan með óbreyttu sniði árið 2020 en áréttað hefur verið við stofnunina að mikilvægt sé að sveitarfélögin á Suðurlandi komi áfram að ákvörðunum varðandi þörf og leiðarval í landshlutanum.
Það er mikilvægt að heimamenn hafi eitthvað um það að segja hvernig leiðarkerfinu sé háttað og hvernig þjónustan sé veitt.
Samhliða því að Vegagerðin sinnir daglegum rekstri er stofnunin með í undirbúningi útboð á akstursþjónustunni og gert er ráð fyrir að nýr samningur við akstursaðila taki gildi frá og með 1. janúar 2021. 

Við viljum vekja sérstaka áhygli á að áfram verður boðið upp á nemakort fyrir þá sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu. Uppl. um hvernig sótt er um nemakortin má finna á heimasíðu Strætó BS. Gjaldið helst óbreytt eða kr. 90.000 á önn.