Fundargerð

9. fundur.

Fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. var haldinn á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, föstudaginn 23. júní 2006 kl. 08:30.

Mættir voru Ágúst Ingi Ólafsson, Ólafur Elvar Júlíusson og Guðmundur Gíslason.

Einnig mætti á fundinn Böðvar Bjarnason slökkviliðsstjóri.

Efni fundarins var eftirfarandi:

1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.

Ágúst Ingi lagði fram tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Samþykkt að gera tillögu um hækkun launaliða um 1.500.000 kr. vegna hækkunar á kjarasamningi starfsmanna sem tók gildi 1. janúar 2006 . Lagt var fram skjal með skiptingu framlaga skv. fasteignamati 31. des. 2005 milli sveitarfélaganna þar sem heildarfjárhagsáætlun hljóðar upp á 18.160.000 kr. en ákveðið að framlag sveitarfélaganna verði 15.000.000 kr. Munurinn frá fjárhagsáætlun skýrist af afskriftum sem ekki er innheimt fyrir.Skipting milli sveitarfélaganna er þannig: Rangárþing eystra 7.266.934 kr, Rangárþing ytra 7.021.982 kr og Ásahreppur 711.982 kr.

2. Yfirlit um reksturinn þar sem af er árinu 2006.

Lagt fram yfirlit um reksturinn það sem af er árinu.

3. Ákvörðun um aðalfund.

Samþykkt að leggja til að aðalfundur verði haldinn þriðjudaginn 11. júlí 2006. Nánar tilkynnt síðar.

4. Önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 09:30

____________________ _____________________

Ágúst Ingi Ólafsson Ólafur Elvar Júlíusson

__________________ _____________________

Guðmundur Gíslason Böðvar Bjarnason