Fundargerð
8. fundur Velferðarnefndar Rangárþings eystra haldinn í Pálsstofu, Hvoli, Hvolsvelli, fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 20:30.


Mættir eru: Ásta Halla Ólafsdóttir, Bergur Pálsson, Christiane L. Bahner, Kristján Fr. Kristjánsson.
1. Fundarsetning.
Bergur Pálsson, formaður, setur fundinn.
2. Fundargerð síðasta fundar lögð fyrir til undirritunar. 

3. Guðrún Aradóttir formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu, mætir á fundinn.
Með henni mæta Ingibjörg Þorkelsdóttir, Svavar Hauksson og Júlíus P. Guðjónsson. Guðrún Aradóttir gefur upplýsingar um starf Félags eldri borgara. Starfsemi er mjög öflug, en að sögn Guðrúnar byggir hún meðal annars á myndarlegum fjárframlögum Héraðsnefndar. 
Síðan hefjast umræður um starf félagsins og um málefni eldri borgara almennt. 

4. Umræður um móttökuáætlun.
Fram kom eftirfarandi tillaga:
„Fundur í velferðarnefnd Rangárþings eystra haldinn í Hvoli Hvolsvelli 29. janúar 2015 beinir því til sveitarstjórnar að kosin verði þriggja manna nefnd til að vinna að móttökuáætlun fyrir fólk sem flytur í sveitarfélagið.“
Samþykkt samhljóða.

5. Undirbúningur næsta fundar.
Næsti fundur verður haldinn þann 26. febrúar 2015, kl. 20:30.
6. Önnur mál.
Fram kom eftirfarandi tillaga:
„Fundur í velferðarnefnd Rangárþings eystra haldinn í Hvoli Hvolsvelli 29. janúar 2015 beinir því til sveitarstjórnar að hafin verði úttekt á aðgengi fatlaðra að opinberum stofnunum í sveitarfélaginu.“
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 22:15.