8. fundur  Menningarnefndar  haldinn í Pálsstofu í Hvolnum, fimmtudaginn 23.maí 2014 kl: 20:00. 
Mættir: Gunnhildi Þ. Jónsdóttur, Margréti Tryggvadóttur, Ingibjörg Erlingsdóttir, Helga Guðrún Lárusdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason. 

Margrét Tryggvadóttir stjórnaði fundinum.
Helga Guðrún Lárusdóttir ritaði fundargerð. 

Mál á dagskrá: 
1.Undirbúningur kjötsúpuhátíðar
Skipulag komandi kjötsúpuhátíðar rætt. Fastir liðir eru súpukvöld, ljósin í bænum, harmonikkuball, hrepparígur, boltaleikni, kassabílakeppni, umhverfisverðlaun, súpan, söngkeppni barnanna, dansleikur, brenna. Ákveðið að boða til kjötsúpunefndarfundar mánudaginn 10. Júní.

2. Hvolsvöllur 80 ára
Kynning frá sveitastjóra um gang skipulagningar á hátíð í sambandi við 80. ára afmæli Hvolsvallar, hátíðin er hafin og stendur í allt sumar og mun ná hámarki 2.september. 

3. Önnur mál
Hugmyndavinna um menningu í samfélaginu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 22:00
Margrét Tryggvadóttir
Ingibjörg Erlendsdóttir
Gunnhildur Þ. Jónsdóttir
Helga Guðrún Lárusdóttir
Ísólfur Gylfi Pálmason