Brunavarnir Rangárvallasýslu b.s.

Fundargerð

8. fundur.

Fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. var haldinn á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 6. apríl 2006 kl. 16:00.

Mættir voru Ágúst Ingi Ólafsson, Ólafur Elvar Júlíusson og Guðmundur Gíslason.

Einnig mætti á fundinn Böðvar Bjarnason slökkviliðsstjóri.

Efni fundarins var eftirfarandi:

 1. Ársreikningur 2005. Ágúst Ingi fór yfir ársreikninginn. Rekstrartekjur voru 12.608.006 kr og rekstrargjöld 15.394.704 kr.( þ.a. eru afskriftir 3.071.799 kr.). Fjármagnsgjöld eru 639.898 kr. Rekstrarniðurstaða er neikvæð um 3.426.596 kr. Reikningurinn var síðan samþykktur samhljóða og vísað til aðalfundar.
 1. Bréf og erindi:
  1. Bréf Guðna G. Kristinssonar dags. 04.02.06 um breytt starfsheiti. Málið rætt og ákveðið að kynna sér málið frekar. Ákvörðun frestað
  2. Greinargerð Guðna G. Kristinssonar um ráðstefnu í Rvk. 9. og 10. mars 2006. Til kynningar.
  3. Bréf Guðna G. Kristinssonar um að fá heimild til að sækja námskeið um slökkviáætlanir og vatnsöflun fyrir stjórnendur slökkviliða. Samþykkt
  4. Minnispunktar frá fundi með slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu. Til kynningar.
 1. Önnur mál.

a) Ólafur Elfar sagði frá fyrirhuguðum breytingum á húsnæði sveitarstjórnar Rangárþings ytra á Hellu. Þetta gæti hugsanlega þýtt breytingar fyrir núverandi aðstöðuhúsnæði Brunavarna Rang.bs.á Hellu.

Fundi slitið kl.18.00

Ágúst Ingi Ólafsson

Ólafur Elvar Júlíusson

Guðmundur Gíslason

Böðvar Bjarnason