Fundargerð
7. fundur Velferðarnefndar Rangárþings eystra haldinn í Pálsstofu, Hvoli, Hvolsvelli, fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 20:30.
Mættir eru: Ásta Halla Ólafsdóttir, Bergur Pálsson, Christiane L. Bahner, Katarzyna Krupinska, Kristján Fr. Kristjánsson.


1. Fundarsetning.
Bergur Pálsson, formaður, setur fundinn.
2. Málefni innflytjenda. 
Lilja Einarsdóttir oddviti mætir og segir frá málþingi um innflytjendamál  í Reykjanesbæ. Hún greinir einnig frá verkefninu: Eitt samfélag í orði og á borði – áætlun um móttöku innflytjenda í Rangárþing eystra sem hafði verið unnið að sumarið 2013. Ákveðið er að taka verkefnið upp á ný og halda áfram með gerð móttökuáætlunar.

3. Bréf sem borist hafa.
Lagt er fram bréf til sveitarstjórnarmanna frá Landssamtökunum Þroskahjálpar og Átaki, félagi fólks með þroskahömlum.
Einnig er lagt fram bréf varðandi verkefnið „Virkjum hæfileikana“. 
Þessi bréf eru lögð fram til kynningar.

4. Undirbúningur næsta fundar.
Næsti fundur verður haldinn þann 29. janúar 2015, kl. 20:30. Fyrirhugað er að boða formann félags eldri borgara á þann fund.
5. Önnur mál.
Rætt er um aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að stofnunum sveitarfélagsins. Skoða þarf hvort aðgengi  er tryggt skv. fyrirmælum laga. 

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 21:45.