6. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra, fimmtudaginn 7. mars 2013, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1302016 Litla-Hildisey - Landskipti
1303001 Bakki – Landskipti
1303002 Stóra-Mörk – Aðalskipulagsbreyting
1303003 Moldnúpur – Aðalskipulagsbreyting
1303004 Ystabælistorfa – Aðalskipulagsbreyting
1301019 Fimmvörðuskáli - Deiliskipulag

BYGGINGARMÁL:
1302008 Raufarfell 3 – Byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss
1303005 Hvolsvegur 35 – Byggingarleyfi fyrir útigeymslu
1301020 Ormsvöllur 12 – Byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum

SKIPULAGSMÁL
1302016 Litla-Hildisey – Landskipti
Bergur Þór Rögnvaldsson kt.050664-6949, óskar eftir að stofna 30 ha. lóð úr jörðinni Litlu-Hildisey ln.163880 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags.18.02.13. Lögbýlisréttur fylgir áfram Litlu-Hildisey ln.163880.
Nefndin óskar eftir því að greinargerð sem skýrir ástæðu landskiptanna verði send til skipulags- og byggingarfulltrúa. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemd við landskiptin.

1303001 Bakki – Landskipti
Snjólaug Árnadóttir f.h. Vegagerðarinnar kt.680269-2899, óskar eftir að stofna lóðina Vegsvæði Bakkafjöruvegar úr jörðinni Bakka ln.163845 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Vegagerðinni dags.26.06.08. Lögbýlisréttur fylgir áfram Bakka ln.163845.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

1303002 Stóra-Mörk – Aðalskipulagsbreyting
Tillagan tekur til breytingar í landi Stóru-Merkur á þann veg að 14,4 ha. svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði verði svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunnar verði hún auglýst skv. 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. 

1303003 Moldnúpur – Aðalskipulagsbreyting
Tillagan tekur til breytingar í landi Moldnúps á þann veg að 4,7 ha. svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði verði svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunnar verði hún auglýst skv. 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. 

1303004 Ystabælistorfa – Aðalskipulagsbreyting
Tillagan tekur til breytingar í landi Ystabælistorfu 1,2,3,4, og 5 á þann veg að 27 ha. svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði verði svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið kynnt skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunnar verði hún auglýst skv. 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. 

1301019 Fimmvörðuskáli – Deiliskipulag
Um er að ræða svæði við Fimmvörðuskála, Fimmvörðuhálsi. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu nýs fjallaskála og salernishúss. 
Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki ástæðu fyrir meðferð skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010, þar sem að allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að deiliskipulagstillagana ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. 

BYGGINGARMÁL:
1302008 Raufarfell 3 – Byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss
Kristinn Stefánsson kt.040763-4149, sækir um leyfi til að skipta um glugga í einbýlishúsi sínu mhl.02 að Raufarfelli 3 ln.163710, skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss.

1303005 Hvolsvegur 35 – Byggingarleyfi fyrir útigeymslu
Rangárþing eystra kt.470602-2440, sækir um byggingarleyfi fyrir útigeymslu að Hvolsvegi 35, ln.173491. Um er að ræða 15m² viðbyggingu við leikskólann Örk.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform.

1301020 Ormsvöllur 12 – Byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum
Rangárþing eystra kt.470602-2440, sækir um byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum á húsakynnum Sögusetursins að Ormsvelli 12. Um er að ræða sal sem verður endurinnréttaður fyrir refilstofu. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum. 

Fundi slitið kl. 10:50
Guðlaug Ósk Svansdóttir                          
Haukur Guðni Kristjánsson
Kristján Ólafsson                                      
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson            
Anton Kári Halldórsson