57. fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., miðvikudaginn 15. ágúst 2012 kl. 17:30, að Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mætt á fundinn sem var settur kl.17.30: Ágúst Kristjánsson, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Valmundur Gíslason, Þorkell Guðnason, Björn Guðjónsson og Rúnar Guðmundsson, sem ritaði fundargerð. Elvar Eyvindsson boðaði forföll og einnig varamaður hans.

Dagskrá

Yfirlit:

Ásahreppur:

747-2012 Selholt í landi Húsa, Ásahreppi – Byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.

Rangárþing eystra:

748-2012 Slyppugil, Rangárþingi eystra – Byggingarleyfi fyrir landvarðahúsi.
749-2012 Sámsstaðir lóð 13, Rangárþingi eystra – Stöðuleyfi fyrir gám.
750-2012 Staðarbakki, Mýrbugur 10, Rangárþingi eystra - Byggingarleyfi fyrir gestahúsi.
751-2012 Ósk um leyfi fyrir skilti sem afmarka jarðvanginn Kötlu Geopark

Rangárþing ytra:

752-2012 Kot (Jónskot) landnr. 164715, Rangárþingi ytra -  byggingarleyfi fyrir gestahúsi.
753-2012 Eyrartún 2, Rangárþingi ytra – Stöðuleyfi fyrir gám.
754-2012 Hólavangur 16, Rangárþing ytra – Byggingarleyfi fyrir sólstofu.
755-2012 Skarð, Rangárþing ytra – Byggingarleyfi fyrir sumarhús.
756-2012 Snjallsteinshöfði, Rangárþingi ytra – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sumarhúss.
757-2012 Haukadalur lóð N5, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.
758-2012 Jarlsstaðir – Starfsleyfi fyrir steypustöð.

Ásahreppur:

747-2012 Selholt í landi Húsa, Ásahreppi – Byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.

Ingileifur Einarsson kt.280153-2069, Fagrabæ 4, 110 Reykjavík, óskar eftir leyfi til að byggja íbúðarhús í landi húsa landnr. 179711, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.

Rangárþing eystra:

748-2012 Slyppugil, Rangárþingi eystra – Byggingarleyfi fyrir landvarðahúsi.

Markús Einarsson f.h. Bandalag íslenskra farfugla kt. 440169-1559, Borgartúni 6, 105 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir landvarðarhúsi í Slyppugili, Þórsmörk, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Byggingarnefnd frestar afgreiðslu, þar sem vinna við skipulag svæðisins stendur yfir.

749-2012 Sámsstaðir lóð 13, Rangárþingi eystra – Stöðuleyfi fyrir gám.

Böðvar V. Bergþórsson kt. 230558-6989 f.h. Toppstáls ehf. kt. 690498-2519, Hólagötu 24, 900 Vestmannaeyjum, óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám við sumarbústað í landi Sámstaða, lóð 13 nánar tiltekið landnr. 220422, samkvæmt meðfylgjandi bréfi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

750-2012 Staðarbakki, Mýrbugur 10, Rangárþingi eystra - Byggingarleyfi fyrir gestahúsi.

Sigmar Gíslason kt. 080659-2029 sækir um leyfi fyrir byggingu gestahúss að Mýrbug 10, í Fljótshlíð, Rangárþingi eystra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.

751-2012 Ósk um leyfi fyrir skilti sem afmarka jarðvanginn Kötlu Geopark

Vilborg Arna Gissurardóttir rekstrarstjóri Katla Geopark óskar eftir leyfi til að setja upp skilti við sveitarfélagsmörk Rangárþings eystra í norðri á gönguleiðinni um Laugaveg. Staðsetning er rétt við gatnamótin inn á Syðra – Fjallabak.
Skiltið hefur þann tilgang að afmarka jarðvanginn, gera hann sýnilegri og jafnframt að bjóða gesti velkomna á svæðið.  Skiltið er unnið eftir handbók um merkingar á ferðamannastöðum og í friðlöndum. Skiltaflöturinn er 90 cm breiður og efri brúnin í 140 cm.  Grænblár er einkennislitur Kötlu jarðvangs og skiltið mun því vera í þeim lit.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu skiltis og uppsetningu þess, en mælist til að fengin verði heimild frá landeiganda.


Rangárþing ytra:


752-2012 Kot (Jónskot) landnr. 164715, Rangárþingi ytra -  byggingarleyfi fyrir gestahúsi.

Ólafur Sigurðsson kt. 230357-4049, Dvergholti 18, 270 Mosfellsbæ, sækir um byggingarleyfi fyrir gestahús í landi Kots(Jónskots) landnr. 164715, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.

753-2012 Eyrartún 2, Rangárþingi ytra – Stöðuleyfi fyrir gám.

Reynir Valtýsson kt. 140246-4929, Dalseli 11, 109 Reykjavík, óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám í landi Eyrartúns 2, landnr. 165372 samkvæmt meðfylgjandi loftmynd.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

754-2012 Hólavangur 16, Rangárþing ytra – Byggingarleyfi fyrir sólstofu.

Ari Jónsson kt. 060348-3719, Funafold 4, 112 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Hólvangi 16, 850 Hellu, landnr. 164781, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.

755-2012 Skarð lóð S4, Rangárþing ytra – Byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.

Guðni Sigfússon kt. 290928-3709, Arahólar 4, 111 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhús í landi Skarðs, landnr. 165050, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.

756-2012 Snjallsteinshöfði, Rangárþingi ytra – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sumarhúss.

Jón H. Skúlason kt. 080552-2469 Brekkuhvarfi 6, 203 Kópavogur, sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við sumarhús í landi Snjallsteinshöfða 1, lóð 1a nánar tiltekið, landnr. 176546, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt.

757-2012 Haukadalur lóð N5, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.

Ólafur W. Finnsson Kt: 0510513279 sækir um leyfi til byggingar frístundahúss í landi Haukadals á lóð N5 á norður-svæði, samkvæmt meðfylgjandi teikningum
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.

758-2012 Jarlsstaðir – Starfsleyfi fyrir steypustöð.

Þór Þorsteinsson landeigandi að Jarlstöðum í Rangárþingi ytra, sækir um starfsleyfi fyrir steypustöð, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Afgreiðslu umsóknarinnar er frestað og umsækjanda bent á að afla umsagna eftirtalinna aðila:  Samgöngu- hálendis- og umhverfisnefndar Rangárþings ytra, Umhverfisstofnunar, Veiðifélags Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár, Fiskistofu, Veiðimálastofnunar og landeigenda í nágrenni fyrirhugaðrar staðsetningar.

 

Mál frá fundi 5. júlí 2012:

746-2012  Friðland að Fjallabaki, Rangárþingi ytra – leyfi fyrir vegvísum

Drífa Gústafsdóttir fh. Umhverfisstofnunar kt.701002-2880, Suðulandsbraut 24, 108 Reykjavík, sækir um leyfi til að setja niður skilti við mörk friðlandsins við Dómadalsleið, Hrauneyjar og Kirkjufellsás, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Afgreiðslu frestað og málinu vísað til Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar Rangárþings ytra, til umsagnar.
Samgöngu- hálendis- og umhverfisnefndar Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

Önnur mál:



Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19.25

Valmundur Gíslason   
Þorkell Guðnason
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson   
Ágúst Kristjánsson
Guðlaug Ósk Svansdóttir                                    
Elvar Eyvindsson
Björn Guðjónsson                                                 
Rúnar Guðmundsson