51. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings bs.,fimmtudaginn 19. júlí 2012, kl. 10.00, að Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mætt á fundinn:  Egill Sigurðsson varaoddviti Ásahrepps, Guðlaug Ósk Svansdóttir oddviti  Rangárþings eystra, Guðfinna Þorvaldsdóttir oddviti Rangárþings ytra og Rúnar Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá.

Efnisyfirlit:

LANDSKIPTI:

Heiði 1, og Heiðarbrekka Rangárþingi ytra, landnr. 164501,164503 og 196922, eigna-og landskipti.

SKIPULAGSMÁL:

Rangárþing eystra:

336-2012  Ey 2, Rangárþingi eystra, deiliskipulag 3 íbúðarhúsalóða.

337-2012  Kirkjuhvoll, Rangárþingi eystra, breyting á gildandi deiliskipulagi íbúðar-og þjónustusvæðis á Hvolsvelli.

338-2012  Landeyjahöfn, Rangárþingi eystra, breyting á gildandi deiliskipulagi.

339-2012  Straumur, Rangárþingi eystra, ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar.

113-2010 Torfastaðir, Rangárþini eystra, deiliskipulag þriggja íbúðarhúsa.

(breyting eftir auglýsingu)

Rangárþing ytra:

340-2012  Aðalskipulag Rangárþings ytra, breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

341- 2012  Svínhagi, Rangárþingi ytra, breyting/endurskoðun á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar.

342-2012  Svínhagi SH 13 og SH 14, Rangárþingi ytra, deiliskipulag tveggja landspildna.

343-2012  Vatnshólar, Rangarþingi ytra, lýsing á breytingu  á gildandi deiliskipulagi.

173-2010  Gaddstaðir deiliskipulag, farið yfir athugasemdir í kjölfar auglýsingar 19. janúar 2011. (Frestun afgreiðslu,frá fundi skipulagsnefndar 31. mars 2011.)

186-2011 Álfaskeið í Haukadal, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundabyggðar.

(frestun máls frá fundi 31. mars 2011.

Farið yfir auglýsingar frá 18. apríl 2012.

312-2012  Hellishólar, Rangárþingi eystra, breyting á gildandi deiliskipulagi

 


LANDSKIPTI:


Heiði 1, og Heiðarbrekka Rangárþingi ytra, landnr. 164501,164503 og 196922, eigna-og landskipti.

Hulda Karlsdóttir kt. 170876-3859 f.h. Halldórs Melsteð kt. 090746-2009, Páls Melsteð kt. 160770-5119 og Kristins Melsteð kt. 301171-3859, leggja fram meðfylgjandi eigna- og landskipti.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.

SKIPULAGSMÁL:

Rangárþing eystra:



336-2012  Ey 2, Rangárþingi eystra, deiliskipulag 3 íbúðarhúsalóða.

Árni Þorgilsson kt. 140258-5559 leggur fram deiliskipulag fyrir 3 íbúðarlóðir á 2,2ha spildu úr landi Eyjar 2, landnr. 163934, Rangárþingi eystra.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, vegna staðsetningar stofnlagnar Tunguveitu/vatnsveitu Vestur-Landeyja.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að  tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð  lýsingar né að kynna tillöguna sérstaklega skv.3. mgr. 40. gr.skipulagslaga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015.

337-2012  Kirkjuhvoll (“Kirkjuhvolsreitur“), Rangárþingi eystra, breyting á gildandi deiliskipulagi íbúðar-og þjónustusvæðis á Hvolsvelli.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á gildandi deiliskipulagi:

Byggingarreitur fyrir öryggisíbúðir vestur af Kirkjuhvoli fellur niður.

Gata og bílastæði á milli heilsugæslustöðvar og Kirkjuhvols fellur niður.

4 af 8 byggingarreitum fyrir smáíbúðir sunnan Kirkjuhvols verða felldir út. Uppbyggingaráform smáíbúða meðfram Fljótshlíðarvegi breytast. Skilgreindar eru lóðir og byggingarreitir fyrir 8 sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða. Lóðarstærð V-2 breytist í samræmi við það.

Íbúðargata sunnan heilsugæslustöðvar breytist og bílastæðum fækkar.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi við Kirkuhvol og mælist til að tillagan verði auglýst samkvæmt 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

338-2012  Landeyjahöfn, Rangárþingi eystra,breyting á gildandi deiliskipulagi.

Siglingastofnun óskar eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi Landeyjarhafnar, í Rangárþingi eystra. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir 22m löngum viðlegukanti við norðurenda hafnarinnar fyrir dýpkunarskip ásamt hafnarsvæði.Auk þess er gert ráð fyrir steyptum rampi norðan veið ferjubryggju, sem notast á til sjósetningar minni báta.

Þá er gert ráð fyrir flotbryggju við suðurhluta svæðisins fyrir björgunarbát.

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna til samræmis við 2.mgr.43 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

339-2012  Straumur, Rangárþingi eystra, ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar.

Hrafn Jóhannsson kt. 270738-4519 óskar eftir leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu í  landi Straums, landnr. 172477, í Rangárþingi eystra.

Skipulagsnefnd óskar eftir gögnum sem sýni umrætt skipulagssvæði. Einnig að aðliggjandi landeigendur samþykki með undirskrift fyrirhugað skipulagssvæði.



113-2010 Torfastaðir, Rangárþini eystra, deiliskipulag þriggja íbúðarhúsa.

(breyting eftir auglýsingu)

Auglýst deiliskipulagstillaga náði til um 5 ha. svæðis úr landi Torfastaða og tók til þriggja íbúðarhúsalóða auk þriggja lóða fyrir gripahús og skemmur. Fyrir eru á svæðinu íbúðarhús, vinnustofa, lítið baðhús og lítið gestahús. Aðkoma að svæðinu er um Fljótshlíðarveg (261) og um aðkomuveg í landi Torfastaða.

Breyting eftir auglýsingu fellst í að felldir hafa verið út byggingarreitir fyri gripahús og skemmur. Auk þess er íbúðarlóðum fækkað í 2.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á tillögunni eftir að auglýsingatíma lauk, og mælist til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 25 gr. skipulagslaga nr. 73/1997.

Rangárþing ytra:



340-2012  Aðalskipulag Rangárþings ytra, breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Rangárþing ytra leggur fram breytingu á gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.  Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar í landi Svínhaga landnr. 164560 og Þingskála landnr. 164567 á Rangárvöllum og til stækkunar á núverandi námu í landi Selsunds. Inn í aðalskipulag koma 2 nýjar námur, E55 sem er malar- og sandnáma og verður 30.000m3 og er við Þingskála, einnig E56 sem er bergnaáma, 30.000m3 og staðsett við Svínhaga. Þá er gert ráð fyrir að núverandi náma E39 við Seslund verði stækkuð úr 10.000m3 í 30.000m3.

Skipulagsnefnd samþykkir aðalskipulagsbreytinguna til samræmis við 2. mgr. 36.gr. skipulagaslaga nr. 123/2010.

341- 2012  Svínhagi, Rangárþingi ytra, breyting/endurskoðun á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar.

Aðalheiður KristjánsdótirLandmótun leggur fram breytingu á á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í Svínhaga/Heklubyggð. Er um að ræaða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi.

Afmörkun skipulagssvæðis er breytt þar sem mörk skipulagssvæðis um miðbik svæðisins færast til norðurs, mörk skipulagssvæðisins til vesturs eru sett í lóðarmörk, minnkar því opið óbyggt svæði sem því nemur. Í stað þess að nefna svæðið Svínhagi er svæðið nefnt Heklubyggð. Númerum og heiti lóða er breytt sjá kafla 2.1.  Lóðir H40-H42 eru sameinaðar í eina lóð Klettahraun 6.

Skilmálar svæðisins eru endurskoðaðir. Opið óbyggt svæði sunnan Hekluhrauns 10 og 14 (H-50,H52) er reitað upp í spildur,  staðsetning tjaldsvæðis og sameiginlegrar grillaðstöðu skilgreind. Endurskoðaður deiliskipulagsuppdráttur er settur fram  sem einn uppdráttur í mkv. 1:4000  í A1 í stað tveggja uppdrátta áður. Þetta er gert til þess að auðvelda yfirsýn yfir heildar svæðið.  Með gildistöku endurskoðaðs deiliskipulags falla úr gildi eldri uppdrættir dags. 04.09.03 og breytt 06.01.2004  ásamt  greinargerð dags 21.okt 2003,breytt. þann 5. janúar 2004.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við  43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010., og mælist til að tillagan verði auglýst í samræmi við 

41. gr. sömu laga
.

 

342-2012  Svínhagi SH 13 og SH 14, Rangárþingi ytra, deiliskipulag tveggja landspildna.

Deiliskipulagið nær yfir uppbyggingu lóða SH13 og  SH14 úr landi Svínhaga í Rangárþingi ytra, samtals 12,7 ha að stærð. Lóðirnar liggja sunnan við austurhluta frístundasvæðisins  Heklubyggðar  og liggja lóðirnar Klapparhraun 1 og 3 að skipulags svæðinu. Deiliskipulagið tekur til byggingar á íbúðarhúsi, gestahúsum, gróðurhúsi, vélarhúsi  ásamt  útihúsi/gróðurhús

Aðkoma að lóðunum er frá Þingskálavegi 268 í um 250m fjarlægð frá aðkomuvegi að frístundalóðum í Heklubyggð.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að  tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð  lýsingar né að kynna tillöguna sérstaklega skv.3. mgr. 40. gr.skipulagslaga, þar sem meginforsendur deiliskipulags liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022

343-2012  Vatnshólar, Rangarþingi ytra,  lýsing á breytingu  á gildandi deiliskipulagi.

Steinsholt sf. leggur fram lýsingu á breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vatnsholts í Rangárþingi ytra.  Breytingarnar lúta að stækkun byggingarreita og rýmra byggingarmagni.

Skipulagsnefnd telur lýsinguna vera fullnægjandi og mælist til að vinna við breytingu á skipulaginu verði hafin.

173-2010  Gaddstaðir deiliskipulag, farið yfir athugasemdir í kjölfar auglýsingar 19. janúar 2011. (Frestun afgreiðslu,frá fundi skipulagsnefndar 31. mars 2011.)

Rangárþing ytra leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir 29 frístundahúsalóðir í landi Gaddstaða. Um er að ræða um 40 ha svæði úr landi Gaddstaða sunnan Suðurlandsvegar og austan Hellu. Deiliskipulagið samræmist gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Fram komu athugasemdir frá Ólafi Nielssyni auk athugasemda frá Erlingi Guðmundssyni og Sigurvinnu Samúelsdóttur.

Skipulagsnefnd Rangárþings bs. frestaði afgreiðslu málsins á fundi 31. mars 2011, og óskaði eftir umsögnum frá Vegagerð ríksins og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Athugasemdir Ólafs Nilssonar, dags. 27. feb. 2011.

Vegir / Gatnamót við Suðurlandsveg.

Svar: Vegur um svæðið er svipaður fjölmörgum öðrum vegum um frístundasvæði en ber að sjálfsögðu ekki þungaflutninga á öllum tímum árs, enda er ekki gert ráð fyrir slíku í frístundabyggðum.  Sveitarfélagið mun, í samvinnu við lóðarhafa tryggja eðlilegt viðhald vegar. Nokkur ár eru síðan gatnamótin voru færð vestar til að ekki væru krossgatnamót við Rangárvallaveg.  Skipulagsnefnd tekur undir að bæta mætti merkingar og verður það gert.  Gatnamót vegarins voru færð vestar til að auka öryggi og er útfærsla þeirra skv. tillögum Vegagerðarinnar. 

Vegur að svæðinu – reiðvegur.

Svar: Núverandi vegur er að flestu leyti sambærilegur við vegi sem almennt liggja um frístundasvæði og tryggt verður að eðlilegu viðhaldi verði sinnt á veginum .  Þá skal bent á að núverandi girðing, vestan vegar, liggur nær vegi en skipulag gerir ráð fyrir með lóðamörk.

Reiðvegur meðfram vegi.

Svar: Svæðið er skilgreint sem frístundasvæði og á slíkum svæðum er ekki heimilt að vera með húsdýrahald.  Því verður ekki gerður sérstakur reiðvegur en heimilað verður að ríða með¬fram núverandi vegi eða á honum. Reiðvegur verður ekki gerður sérstaklega en heimilt er að ríða á vegi eða meðfram honum. 

Hreinsivirki

Svar; skoðað verður með tilfærslu á hreinsivirkjum, ef þau nýtast ekki þar sem þau eru staðsett.

Athugasemdir frá Erlingi Guðmundssyni og Sigurvinu Samúelsdóttur dags. 28.feb. 2011.

1. Hreinsivirki

Svar: Komið hefur verið til móts við athugasemd varðandi staðsetningu hreinsivirkis og þeim hnikað til. Staðsetning hreinsivirkja og hönnun lagna verður þó endanlega útfærð við uppbyggingu hverfisins sem tekur þá einnig mið af staðsetningu hús innan byggingareits.

Það er almennt viðhorf sveitarstjórnar sem og heilbrigðiseftirlitsyfirvalda að það vel skuli ganga frá hreinsivirkjum að ekki berist mengun í grunnvatn.  

2-3 Reiðleiðir um svæðið.

Svar: Svæðið er skilgreint sem frístundasvæði og á slíkum svæðum er ekki gert ráð fyrir húsdýrahaldi. Ekki er vilji til að skilgreina reiðleið um svæðið því ekki er æskilegt að beina hestamönnum sérstaklega inn á frístundasvæðið með því að setja út reiðleið. Hins vegar er bent á að núverandi girðing liggur víðast hvar mun nær núverandi vegi en væntanleg lóðamörk munu gera.

3-4. Vegir / Gatnamót við Suðurlandsveg

Svar: Vegur um svæðið er svipaður fjölmörgum öðrum vegum um frístundasvæði en ber að sjálfsögðu ekki þungaflutninga á öllum tímum árs, enda er ekki gert ráð fyrir slíku í frístundabyggðum. Sveitarfélagið mun, í samvinnu við lóðarhafa tryggja eðlilegt viðhald vegar Nokkur ár eru síðan gatnamótin voru færð vestar til að ekki væru krossgatnamót við Rangárvallaveg.  Skipulagsnefnd tekur undir að bæta mætti merkingar og verður það gert.  Gatnamót vegarins voru færð vestar til að auka öryggi og er útfærsla þeirra skv. tillögum Vegagerðarinnar. 

5. Byggð með fasta búsetu.

Svar: Svæðið  er skiplagt til frístundabyggðar og í aðalskipulagi sveitarfélags skilgreint sem slíkt. Það er ekki vilji hjá sveitarstjórn til að breyta þeirri skilgreiningu en berist formlegt erindi  lóðarhafa þá verður það tekið til skoðunar.  

6-8  Gamlar grafir vegna sláturúrgangs og riðufjár.

Svar: Urðunarsvæði þau sem um ræðir eru, skv. upplýsingum nefndarinnar nokkuð vestan við skipulagssvæðið og var vel frá því gengið, auk þess sem búið er að planta í allt svæðið.  Því er hvorki sjónmengun né lyktarmengun frá umræddu svæði. Sveitarstjórn hefur leitað álits Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Matvælastofnunar varðandi hættu á mengun grunnvatns.  Hvorugur aðili telur þörf á sýnatöku eða sérstakra ráðstafanna vegna þeirra og verður því ekkert frekar aðhafst af hálfu sveitarstjórnar. 

Bókun skipulagsnefndar:

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

 

186 2011 Álfaskeið í Haukadal, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundabyggðar.

(frestun máls frá fundi 31. mars 2011)

“Deiliskipulagið tekur til tæplega 10 ha. lóðar sem er innan jarðarinnar Haukadals,

landnúmer 195201. Um er að ræða 7 lóðir fyrir frístundahús. Deiliskipulagið samræmist

gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2002-2014 og einnig aðalskipulagi Rangárþings

ytra 2010-2022 sem er í skipulagsferli.

Eigendur Haukadals landnr. 164500, gerðu í kjölfar auglýsingar tillögunnar (19. janúar 2011) athugasemdir við vegtengingar og öflun vatns fyrir skipulagssvæðið.

Skipulagsnefnd frestaði því samþykkt deiliskipulagsins á fundi 31. mars 2011.

Nú nýverið hefur náðst sátt um vegtengingar og öflun vatns fyrir skipulagssvæðið og hafa málsaðilar áritað uppdrátt því til staðfestingar.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.


Farið yfir auglýsingar frá 18. apríl 2012.

Í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á eftirfarandi deiliskipulagi:



312-2012  Hellishólar, Rangárþingi eystra, breyting á gildandi deiliskipulagi

Tillögurnar lágu frammi hjá skipulagsfulltrúa Ormsvelli 1, Hvolsvelli. Athugasemdum vegna kynninga  mátti koma til skipulagsfulltrúa fyrir  25. apríl s.l. og vegna auglýsingar frá 18 apríl til kl. 16.00 þriðjudaginn 30. maí 2012.

Tillagan lá frammi hjá skipulagsfulltrúa og var aðgengileg á slóð skipulagsfulltrúa: map.is/rang

Hægt var að koma athugasemdum vegna auglýsingar til skipulagsfulltrúa frá 14. mars til kl. 16.00 þriðjudaginn 30. maí 2012.

312-2012  Hellishólar, Rangárþingi eystra, breyting á gildandi deiliskipulagi

Breytingin felst í stækkun gistiskála, breytingu á byggingarreit fyrirhugaðs veitingahúss í Lambhúshól. Byggingarmagn þjónustuhúss á tjaldsvæðiverður minnkað, lóðin Réttarmói 1 er minnkuð. Mörkuð er 2.984m² lóð um íbúðarhús Hellishóla

Mörkuð er 4.490m² lóð um veitingahús.

Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.

Önnur mál:



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.20


Egill Sigurðsson, varaoddviti Ásahrepps

Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti Rangárþings ytra                                           

Guðlaug Ósk Svansdóttir, oddviti Rangárþings eystra

Rúnar Guðmundsson