Fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, þriðjudaginn 3. apríl 2012, kl. 10:00.

Mættir:  Egill Sigurðsson, Gunnsteinn R. Ómarsson, sem ritar fundargerð og Ágúst Ingi Ólafsson.   Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. 

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund.

Dagskrá:1. Ársreikningur 2011.Ársreikningur fyrir árið 2011 lagður fram.Helstu niðurstöður eru:Rekstrartekjur 25,8 mkr. sem er um 2,7 mkr. hærri en gert var ráð fyrir í áætlun og er mismunurinn tilkominn vegna tekna fyrir hreinsunarstörf vegna afleiðinga Grímsvatnagoss.  Rekstargjöld 25 mkr. sem er í samræmi við fjárhagsáætlun.  Niðurstaða fjármagnsliða er neikvæð um 0,8 mkr.  Rekstrarniðurstaða er jákvæð sem nemur kr. 13.991,-Eignir samtals um áramót voru 31,2 mkr., þar af handbært fé 7,8 mkr.  Engar langtímaskuldir voru um áramót og eigið fé alls 29,4 mkr.Veltufé frá rekstri var 2,3 mkr. og greitt var upp á árinu langtímalán að fjárhæð 8,5 mkr.Stjórn Brunavarna staðfestir framlagðan ársreikning og vísar til afgreiðslu á aðalfundi.

2. Ákvörðun um aðalfund.Stjórn ákveður að boða til aðalfundar 24. apríl 2012, kl. 10.00, í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.

3. Ákvörðun um kaup á búnaði fyrir slökkviliðið.Guðni G. Kristinsson, varðstjóri á Hellu, hefur lagt fram eftirfarandi beiðni um endurnýjun á búnaði fyrir slökkviliðið:2 stk. reykkafarahjálma, 2 eldvarnagalla, 3 slöngur 3“ og 5 talstöðvar.  Samtals fjárhæð m.vsk. kr. 806.412,-Stjórn samþykkir beiðnina. 4. Yfirlit um reksturinn það sem af er árinu 2012.Formaður lagði fram yfirlit um rekstur þar sem af er ári 2012.  Rekstur er í samræmi við áætlun.

5. Önnur mál.Rætt var um námskeið slökkviliðsmanna.  Bóklegum námskeiðum er lokið og hefur fjöldi manna lokið prófi með prýði.  Að hluta til hefur verklegur þáttur farið fram en stefnt er að ljúka verklega hluta námsins fyrir sumarið.  Ósk hefur komið fram frá slökkviliðsmönnum um að fá einkennisklæðnað sem hluta af greiðslu fyrir námskeiðaþátttöku.  Slökkviliðsstjóri kemur með tillögu fyrir stjórn um uppgjör fyrir námskeiðaþátttöku.Tækjakostur er í góðu lagi en slökkviliðsstjóri leggur áherslu á að tæki séu endurnýjuð áður en þau verða of gömul.  Næsta stóra fjárfesting er endurnýjun á Econoline á Hvolsvelli og í hans stað verði fenginn öflugur pallbíll með nauðsynlegum búnaði.Stjórn stefnir að því að ýta á næstunni áfram vinnu við brunavarnaáætlun.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 10.56.


Ágúst Ingi Ólafsson  Gunnsteinn R. ÓmarssonEgill Sigurðsson Böðvar Bjarnason