Brunavarnir Rangárvallasýslu b.s.

Fundargerð


29. fundur.

Fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, þriðjudaginn 20. desember 2011, kl. 10:00.

Mættir:  Egill Sigurðsson, Gunnsteinn R. Ómarsson, sem ritar fundargerð, og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. 

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund.

Dagskrá:

1. Starfsmannamál.

Varðstjóri á Hellu hefur í samráði við stjórnarmenn ákveðið að hætta við uppsögn sem að öðru óbreyttu hefði tekið gildi um áramótin.  Áfram verður unnið að eflingu starfsanda slökkviliðs með æfingum og auknu samstarfi.

Samkvæmt upplýsingum hafa 17 slökkviliðsmenn lokið prófum í bóklegum áfanga Brunavarnaskólans sem varða hlutastarfandi slökkviliðsmenn.  Framundan eru verkleg námskeið og próf sem veita þeim sem þau standast réttindi til slökkvistarfa.  Að loknum þessum námskeiðum mun stjórn semja við slökkviliðsmenn um þóknun fyrir námskeiðin.

2.  Önnur mál.

Til umræðu var langtímalán Brunavarna að höfuðstól 7,8 mkr. hjá Landsbankanum.  Í ljósi eiginfjárstöðu samþykkir stjórn að lánið verði greitt upp fyrir áramót með þeim fyrirvara að ásættanlegt hlutfall fáist hjá lánveitanda á umframgreiðslugjald.

Stjórn áréttar að sveitarfélögin sem standa að Brunavörnum ákvarði með fyrirkomulag eldvarnaeftirlits á samstarfssvæðinu.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11:00

 

Ágúst Ingi Ólafsson  

Gunnsteinn R. Ómarsson

Egill Sigurðsson 

Böðvar Bjarnason