26. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, miðvikudaginn 21. september 2011 kl. 10:00.
Mættir: Egill Sigurðsson, Gunnsteinn R. Ómarsson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.

  1. Starfsmannamál.
    Farið var yfir starfsmannamál og málefni slökkviliðsins með Böðvari í ljósi uppsagnar Guðna Kristinssonar varðstjóra á Hellu.
    Rætt var um mögulegar leiðir til úrlausnar slökkviliðinu til hagsbóta. Ein möguleg leið er að yfirstjórn slökkviliðs verði færð undir starfsemi byggingarfulltrúa þar sem eldvarnareftirlit er farið af stað. Sú leið sem farin verður skal uppfylla þau lög og reglugerðir sem lúta að málefnum slökkviliða.
    Stjórn mun vinna áfram að lausn málsins og lögð er áhersla á að lausn finnist fljótt.
  2. Reykköfunarnámskeið slökkviliðsmanna
    Menntun, þ.m.t. endurmenntun, er mjög mikilvæg fyrir slökkviliðsmenn. Stjórn felur slökkviliðsstjóra að koma reykköfurum slökkviliðsins á námskeið hjá Brunamálaskólanum eins fljótt og auðið er.


  3. Önnur mál.
    Lagt fram bréf frá Rangárþingi ytra; „Tilmæli til stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.“, dags. 5. september 2011. Í bréfinu beinir sveitarstjórn Rangárþings ytra þeim tilmælum til stjórnar að gæta þess að starfsmenn fái reglubundna þjálfun sem lögbundin er til að viðhalda réttindum, t.d. vegna reykköfunar.
    Lagt fram rekstraryfirlit Brunavarna fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2011. Laun og vörukaup eru heldur umfram áætlanir og er skýringa fyrst og fremst að leita vegna aðstoðar slökkviliðsins í Skaftárhreppi sökum afleiðinga Grímsvatnagossins í vor. Þessi kostnaður verður innheimtur hjá Viðlagatryggingu og því ekki gert ráð fyrir að þetta hafi áhrif á rekstrarniðurstöðu slökkviliðsins í ár. Aðrir liðir eru vel í samræmi við áætlun.
    Fyrirhugað er viðhald á húsnæðinu að Hlíðarvegi 16, á Hvolsvelli, þar sem slökkviliðið hefur, meðal annarra, aðsetur. Skv. kostnaðaráætlun mun sá hlutur sem að Brunavörnum snýr vera kr. 400 þús.
    Stefnt er að því að nýjustu drög að brunavarnaáætlun verði tekin fyrir á næsta fundi stjórnar og afgreidd til sveitarstjórna.
    Umræða fór fram um það hvort athuga ætti með útvíkkun samstarfs á sviði skipulag- og byggingarmála og brunavarna yfir Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. Stjórn óskar eftir viðbrögðum sveitarstjórna á samstarfssvæði brunavarna við slíkum hugmyndum.



Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 11:25.


Ágúst Ingi Ólafsson
Gunnsteinn R. Ómarsson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason