25. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, miðvikudaginn 17. ágúst 2011 kl. 13:30.

Mættir: Egill Sigurðsson, Gunnsteinn R. Ómarsson, og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Guðni Kristinsson, varðstjóri á Hellu.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.

  1. Stjórnin skipti með sér verkum.
    Stjórn samþykkir óbreytta verkaskiptingu frá fyrra starfsári:
    Ágúst Ingi Ólafsson, formaður
    Egill Sigurðsson, varaformaður
    Gunnsteinn R.Ómarsson, ritari

  2. Starfsmannamál.
    Stjórn hefur borist uppsagnarbréf frá Guðna G.Kristinssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu. Guðni mætti á fundinn og fór yfir ástæður uppsagnarinnar
    Helstu ástæður uppsagnarinnar eru skortur á þjálfun slökkviliðsmanna. Stjórn leggur áherslu á að stefna í málinu verði mótuð áður en uppsagnarfrestur Guðna er liðinn.

  3. Yfirlit um reksturinn þar sem af er árinu 2011.
    Rekstur er í jafnvægi borin saman við áætlun ársins. Launaliður hefur farið nokkuð fram úr áætluninni. Helstu ástæður þess eru aðstoð slökkviliðsins við íbúa í Skaftárhreppi vegna öskufalls úr Grímsvatnagosinu. Formaður stjórnar mun taka saman reikning vegna þess og krefja Viðlagatryggingu.

  4. Önnur mál.
    Ýmis mál tengd slökkviliðinu rædd án ákvarðanatöku.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 15:10

Ágúst Ingi Ólafsson
Gunnsteinn R. Ómarsson
Egill Sigurðsson