24. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn á skrifstofu sveitarstjóra Rangárþings eystra, þriðjudaginn 12. apríl 2011 kl. 10:00.

Mættir: Egill Sigurðsson, Gunnsteinn R. Ómarsson, sem ritar fundargerð, og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund.

Dagskrá:

  1. Ársreikningur 2010.
    Ársreikningur lagður fram til staðfestingar stjórnar en skoðunarmenn hafa þegar skrifað uppá reikninginn. Tekjur og gjöld eru hærri en áætlun gerði ráð fyrir og skýrist það fyrst og fremst af kostnaði og endurgreiðslu vegna hreinsunar eftir eldgos í Eyjafjallajökli. Nefndarlaun vegna ársins 2009 eru færð á árið 2010 auk nefndarlauna ársins 2010.
    Athugasemdir frá skoðunarmönnum lagðar fram og ræddar. Stjórnarmenn sammála því að eðlilegt sé að samræma gjaldtöku vegna bókhaldsþjónustu samstarfsverkefna í ljósi umfangs þeirra.
    Stjórn staðfestir ársreikninginn og vísar honum til afgreiðslu aðalfundar.

  2. Yfirlit um reksturinn það sem af er árinu 2011.
    Rekstraryfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins lagt fram. Ekki er útlit fyrir veruleg frávik frá fjárhagsáætlun.

  3. Ákvörðun um aðalfund.
    Aðalfundur áformaður 29. apríl 2011, kl. 10:00 í félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli.

  4. Brunavarnaáætlun fyrir Rangárþing.
    Brunavarnaáætlun er í vinnslu og hafa frumdrög verið send Mannvirkjastofnun og gerðar hafa verið athugasemdir af hálfu stofnunarinnar sem eftir á að taka tilliti til. Stefnt að því að stjórn klári drög fljótlega og leggi fyrir sveitarstjórnir á samstarfssvæðinu.

  5. Önnur mál.
    Í lok fundar var farið í skoðunarferð í slökkvistöðvarnar í Hvolsvelli og á Hellu.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 12:00

Ágúst Ingi Ólafsson
Gunnsteinn R. Ómarsson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason