22. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn fimmtudaginn 5. júní 2014, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður nefndarinnar, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. 

Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1402002 Straumur – Deiliskipulag
1406002 Forsæti – Landskipti og samruni spildna
1406003 Forsæti – Samruni spildna
1406004 Steinar 2 og 3 land – Samruni spildna
1406005 Eystra-Fíflholt – Landskipti
1406006 Ormsvöllur 5 – Beiðni um undanþágu fyrir íbúðir


SKIPULAGSMÁL

1402002 Straumur – Deiliskipulag
Skipulagssvæðið tekur til hluta af landsvæði lögbýlisins Straums, Austur – Landeyjum. Aðkoma er af Bakkavegi nr. 253. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis og byggingar fyrir þjónustu við ferðamenn. Tillagan var auglýst frá 26. mars 2014 og var athugasemdafrestur til 7. maí 2014. Þrjár athugasemdir bárust á auglýsingartíma. 
Farið yfir innsendar athugasemdir. Flestar athugasemdirnar eru gerðar við byggingarreit R4 skv. skipulaginu. Skipulagsnefnd tekur undir þær athugasemdir sem snúa að R4 og leggur til að sá reitur verði felldur út af skipulaginu. Skipulagsnefnd vill koma því á framfæri að með afgreiðslu skipulagsins er ekki verið að taka afstöðu til ytri marka lögbýlisins Straums. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem sendu inn athugasemdir afstöðu skipulagsnefndar til þeirra. 
Í umsögn Vegagerðar um tillöguna eru gerðar athugasemdir varðandi aðkomu að byggingarreitum frá Bakkavegi 253. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru gerðar athugasemdir er snúa að vatnsveitu og fráveitu. Brugðist hefur verið við athugasemdum beggja aðila að fullu. 
Að mati skipulagsnefndar er um smávægilegar breytingar á tillögunni að ræða, efitir auglýsingu og leggur því nefndin til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Straum. 


1406002 Forsæti – Landskipti og samruni spildna
Ársæll Hafsteinsson kt. 140158-4379, f.h. Forsætisbýlisins ehf. kt. 440505-0740, óskar eftir að skipta tveimur lóðum úr landinu Forsæti spilda A ln. 219212. Um er að ræða lóðirnar Forsæti land A1, 0,25ha. og Forsæti land A2, 5,14ha. sem sameinast síðan jörðinni Forsæti ln. 163941. Einnig er óskað eftir því að heiti landsins Forsæti spilda A, verði breytt í Forsæti 1. Landskiptin og samruninn eru sett fram á uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 10. apríl 2014. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin, samrunan og nafnabreytinguna. Bent er á að skv. lögum fer Örnefnanefnd með nafngiftir býla og þarf því að sækja um nafnabreytingu til hennar. 


1406003 Forsæti – Samruni spildna
Georg Ottósson kt. 290951-3139, óskar eftir því að sameina spilduna Forsæti spilda B ln.219219 við jörðina Forsæti ln. 163941 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 26. febrúar 2010.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samrunann 


1406004 Steinar 2 og 3 land – Samruni spildna
Bárður Óli Kristjánsson kt. 190766-4469, óskar eftir því að sameina spilduna Steinar 2 (b) ln. 222333 við spilduna Steinar 2 og 3 land ln.163724 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 28. maí 2014. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samrunann. 


1406005 Eystra-Fíflholt - Landskipti
Þorsteinn Markússon kt. 310146-3909, óskar eftir að skipta út lóð úr jörðinni Eystra-Fíflholt ln.163936 skv. uppdrætti unnum af Arnari Inga Ingólfssyni kt. 140181-4639, dags. 31. maí 2014. Um er að ræða 820m² lóð undir íbúðarhús. Íbúðarhús með fastanúmer 219-2996 mun færast á nýju lóðina. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 


1406006 Ormsvöllur 5 – Beiðni um undanþágu fyrir íbúðir
Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, óskar eftir undanþágu til að leigja út íbúðir í iðnaðarhúsnæði sínu að Ormsvelli 5, Hvolsvelli, skv. meðfylgjandi erindi. 
Skv. lögum er ekki heimild fyrir slíkri undanþágu. Ef samþykkja á íbúðir í umræddu húsnæði þarf að sækja um breytingar á húsnæðinu þar sem að skv. samþykktum uppdráttum er einungis um iðnaðarhúsnæði að ræða. Einnig þyrfti að breyta gildandi deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið að Ormsvelli þar sem að skv. því er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu. Erindinu vísað til umfjöllunnar hjá sveitarstjórn. 


Fundi slitið 10:40