Heilsu-,
 íþrótta- og æskulýðsnefnd

22. fundur  Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar  í Hvolnum, Pálsstofu, miðvikudaginn 13. janúar  kl: 16:30. Mætt voru Bjarki Oddsson, Lárus Viðar Stefánsson, Jónas Bergmann, Helga Guðrún Lárusdóttir, Bóel Anna Þórisdóttir og Ólafur Örn sem ritaði fundargerð.

1.Dansleikir í sveitarfélaginu. 
Þarf að búa til reglur um aldursmörk? Nefndin telur að það þurfi að skoða vel hvort hægt sé að búa til aldurstakmörk fyrir dansleiki í sveitarfélaginu þegar þeir eru í húsnæði sveitarfélagsins. Nefndi skorar á sveitastjórn að skoða málið. 

2.Endurskoða reglur um íþróttamann ársins.  
Reglurnar voru endurskoðaðar og samþykktar. 

3.Tour de Hvolsvöllur, pælingar og hugmyndir. 
Tour de Hvolsvöllur hjólakeppnin var rædd en málið er á herðum íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, kynninga- og markaðsfulltrúa sem og annarra starfsmanna sveitarfélagsins. Stefnt er að því að halda keppnina laugardaginn 25. júní.

4.Íþróttamiðstöðin/íþróttavöllur
Lagt er til að ráðinn verði vallarstarfsmaður eins og undanfarin ár til að starf á íþróttasvæðinu og gerð yrði starfslýsing fyrir hann.
Rætt var um umgengni í íþróttamiðstöðinni og lagt til að búnar væru til umgengisreglur í íþróttamiðstöð, bæði almennt og fyrir líkamsrækt. 
Einnig var aðstaðan á frjálsíþróttasvæðinu rædd og lagt til að ef nýr vikur kæmi í hlaupabrautina og línur merktar yrði Dímon að halda úti æfingu fyrir sumartímann.

5.Leikja- og tómstundanámskeið á árinu 2016 
Íþróttafélagið Dímon hefur verið með leikjanámskeið, Tvisturinn með námskeið fyrir 10-12 ára krakka og unglingavinnuna. Nefndarmenn voru hvattir til að koma hugmyndum sínum til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa eða á næsta fund. Nefndarmenn lögðu til að ungmennaráð myndi fjalla um málið. 


6.17. júní skemmtun – 
Ein umsókn barst en hún var frá Barnakór Hvolsskóla. Umsóknin var samþykkt. 

7.Íþrótta og æskulýðsfulltrúi fer yfir nokkur mál: 
a.Sparkvöllurinn. 
b.Ratleikur í sumar um fjöll í sveitarfélaginu.
c.Félagmiðstöðin og málefni hennar. 
d.Vinnuskólinn og nýjungar. 
e.Verklagsreglur í samfellu, kynning. 
f.Ungmennaráð.

8.Önnur mál.Fundi slitið kl. 18:30