21. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Pálsstofu, Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, föstudaginn 18. desember 2009 kl. 10:00.

Mættir: Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Egill Sigurðsson var í símasambandi Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.

  1. Fjárhagsáætlun 2010


    Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2010. Gert er ráð fyrir sama framlagi sveitarfélaga og var árið 2009. Ekki er gert ráð fyrir að innheimta fyrir afskriftum, enda litið svo á að kostnaðarsamari tækjakaup verði fjármögnuð með framlagi aðildarsveitarfélaga, þegar ástæða þykir til. Heildarrekstrargjöld eru 25.160 þúsund krónur og heildarrekstrartekjur (framlag sveitarfélaga) sé 22.100 þúsund og afskriftir 3.060 þúsund krónur.

    Samþykkt samhljóða.


  2. Brunavarnaáætlun fyrir Rangárþing

    Haldið áfram vinnu við gerð brunavarnaáætlunar.

  1. Önnur mál.

    Ákveðið er að halda námskeið fyrir slökkviliðsmenn fyrstu helgina í mars. Líklegt er að námskeiðið verði í Vík.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 11:00

Ágúst Ingi Ólafsson
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson í símasambandi
Böðvar Bjarnason