Fundur í Fjallskilanefnd Fljótshlíðar haldinn þann 14. ágúst 2002 að Staðarbakka.

Fjallskilanefnd skipa:
Jens Jóhannsson Teigi I
Kristinn Jónsson Staðarbakka
Eggert Pálsson Kirkjulæk II


1. Kosning formanns: Samþykkt að Kristinn Jónsson verði formaður nefndarinnar til
eins árs.

Kosning fjallskilastjóra: Samþykkt að Jens Jóhannsson verði fjallskilastjóri til eins árs.

2. Samþykkt að óska eftir að skrifastofa sveitarfélagsins sjái um fjárveitur og bókhald sjóðsins. Formanni falið að afla gagna til að stjórn geti lagt á fjallskil.

3. Samþykkt að fyrsta leit á Grænafjall verði 13. september aðrar leitir í framhaldi samkvæmt venju. Byggðasafnssmölun 21. sept. 2. leit Grænafjall 27. sept. Samþykkt að Rauðnefsstaðir verði smalaðir með sama hætti og undanfarin ár , einning samþykkt að fjallskilasjóður greiði skatta og skyldur af Rauðnefsstöðum. Samþykkt þessi gildir til eins árs.

4. Formanni falið að koma með tillögu um laun fjallskilastjóra fyrir næsta fund.

5. Ákveðið að kanna aðkomu sveitarsjóðs að viðhaldi og rekstri girðinga og rétta á afréttinum.

6. Samþykkt að Jens Jóhannsson hafi umsjón með Bólstað út þetta ár, Kristinn Jónsson hafi umsjón með Felli sama tíma. Fyrirkomulag þetta endurskoðist fyrir næsta ár.

Fleira ekki gert . Fundi slitið.

Kristinn Jónsson
Jens Jóhannsson
Eggert Pálsson