19. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs., haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, 20. október 2009, klukkan 10:00.


Mættir: Ágúst Ingi Ólafsson, Egill Sigurðsson og Örn Þórðarson sem ritar fundargerð. Einnig Böðvar Bjarnason slökkviliðsstjóri.


  1. Yfirlit yfir reksturinn fyrstu 9 mánuði ársins.
    Lagt fram yfirlit yfir rekstur Brunavarna fyrstu 9 mánuði ársins. Fram kom að reksturinn er í góðu jafnvægi og í samræmi við fjárhagsáætlun 2009.


  2. Brunavarnaáætlun fyrir Rangárþing.
    Farið yfir drög að brunavarnaráætlun fyrir Rangárþing. Drögin verða kynnt Brunamálastjóra á fundi 21. október 2009. Stefnt er að því að hraða vinnu við gerð brunavarnaráætlunar sem verða má.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:10