185. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 14:30
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir,  Elvar Eyvindsson, Guðmundur Ólafsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum var ið fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Erindi til sveitarstjórnar:

1. 130. fundur byggðarráðs 10.04.14.  Fundargerðin staðfest.

2. Ársreikningur Rangárþings eystra 2013, lagður fram, fyrri umræða.
Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi KPMG Endurskoðun hf. fór yfir reikninginn og skýrði hann.  Ársreikningi vísað til síðari umræðu.

3. Bréf Benediktu Haukdal og Runólfs Maack dags. 18.03.14, vegtenging Káragerðis í Rangárþingi eystra, ásamt afriti af  bréfi til Vegagerðarinnar dags. 13.03.14 um sama mál.
Ályktun:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra mælir með nýrri vegtengingu að Káragerði um Káragerðisland að Landeyjavegi nr. 252.  Ályktunin send Vegagerð ríkisins.

4. Bréf til Sýslumannsins á Hvolsvelli, umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerð nr. 585/2007.  Um er að ræða að N1 kt. 540206-2010 verði veitt leyfi í flokki II fyrir veitingastað á Hlíðarenda á Hvolsvelli skv. meðfylgjandi gögnum.
Staðfest.

5. Bréf Reynis Bergsveinssonar dags. 10.03.14, ósk um að fá að starfa á svæði Rangárþings eystra við minkaveiðar samkvæmt verktakasamningi.
Erindinu um samning hafnað.

6. Fundargerð 19. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra 02.04.14

Skipulagsmál:

1307044 Nátthagi – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til um 1,6 ha lands úr landi Seljalandssels. Tillagan byggir á deiliskipulagstillögu frá 1993 sem ekki hlaut lögformlega afgreiðslu. Gert er ráð fyrir 20 lóðum fyrir frístundabyggð sem hver um sig verður 400m². Heimilt verður að byggja allt að 50m² frístundahús og 10m² geymslu á hverri lóð. Á sameiginlegu svæði er gert ráð fyrir tjaldsvæði, snyrtiaðstöðu, leiktækjum, grilli, boltavelli og gestastæðum.
Tillagan var auglýst þann 5. febrúar 2014, með athugasemdafrest til 19. mars 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram athugasemd varðandi fyrirkomulag frárennslis. Brugðist hefur verið við athugasemdinni og tillagan leiðrétt. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag fyrir Nátthaga. 
1407002 Eystra-Fíflholt – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
Um er að ræða tillögu sem áður hefur verið auglýst og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra. Tillagan tekur til um 341,6 ha lands Eystra-Fíflholts, sem skipt er upp í þrjá hluta. Gert er ráð fyrir byggingu tveggja íbúðarhúsa og landbúnaðarbygginga. Vegna formgalla er tillagan tekin til meðferðar að nýju. 
Tillagan var auglýst þann 5. febrúar 2014, með athugasemdafresti til 19. mars 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Eystra-Fíflholt. 
1403011 Varmahlíð – Deiliskipulag fiskeldis
Páll Magnús Pálsson óskar eftir leyfi til að láta vinna deiliskipulag fyrir fiskeldi á jörðinni Varmahlíð, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til um 1,5 ha reits til uppbyggingar fiskeldis á jörðinni Varmahlíð undir Austur-Eyjafjöllum. Áætluð ársframleiðsla lífmassa er um 19 tonn. 
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er ekki ástæða til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. 
1403016 Hvolsvöllur – Aðalskipulagsbreyting v. eldfjallaseturs
Vegna fyrirhugaðrar byggingar eldfjallaseturs við þjóðvegi 1 á milli Bjarkarinnar og lóðar spennistöðvar RARIK og Landsnets, þarf að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003 – 2015 vegna fyrirhugaðrar byggingar eldfjallaseturs. Sveitarstjórn samþykkir að Teiknistofa Arkitekta verða fengin til að vinna tillöguna. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir. 
1403017 Hvolsvöllur – Deiliskipulag v. eldfjallaseturs
Vegna fyrirhugaðrar byggingar eldfjallaseturs við þjóðvegi 1 á milli Bjarkarinnar og lóðar spennistöðvar RARIK og Landsnets, þarf að vinna nýtt deiliskipulag fyrir reitinn. 
Sveitarstjórn samþykkir að hafin verði vinna við gerð nýs deiliskipulags, samhliða breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar eldfjallaseturs á Hvolsvelli. Sveitarstjórn samþykkir að Basalt arkitektar verði fengnir til að vinna tillöguna. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir. 
1403007 Steinar 2 og 3 – Landskipti
Kristján S Guðmundsson kt. 180343-4319 og Ólöf Bárðardóttir kt. 311240-2349, óska eftir að stofnaðar verði tvær spildur úr jörðinni Steinar 2 og 3 ln.163723 skv. meðfylgjandi uppdrætti unum af Landnot ehf. dags. 20. febrúar 2014.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin. 
1403020 Landeyjahöfn – Umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á aðkomuvegi innan við eystri brimvarnargarð Landeyjahafnar og færslu á flóðvarnargörðum austan við höfnina. Tilgangur með byggingu aðkomuvegar er að þjónusta brimvarnargarðinn og að hann nýtist sem björgunarvegur. Færsla flóðvarnar framar í fjöruna er til að stækka landgræðslusvæði austan við höfnina og hindra þannig sandfok í hana. 
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um samþykki landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og gefa út framkvæmdaleyfi þegar þau hafa borist. 
Fundargerð 19. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra staðfest að öðru leyti. 

7. Leigusamningur um tjaldstæðið á Hvolsvelli dags. 11.03.14, ásamt umsókn um að leigja tjaldstæðið.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

8. Kauptilboð:  Rangárbakkafélagið ehf. kt. 681106-0730 gerir kauptilboð í land við veiðihús í landi Stórólfsvallar. 
Tilboðið samþykkt samhljóða.

9. Ábúendatal – sagnaritun.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Þorgils Jónasson um ritun ábúendatals í sveitarfélaginu og byrjað verður í gamla Vestur-Landeyjahreppi.

10. Erindi frá South Iceland Adventure til sveitarstjórnar Rangárþings eystra dags. 07.04.14
Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar.

11. Erindi frá Njálureflinum vegna starfsmanns.
Haukur G. Kristjánsson, oddviti vék af fundi undir þessum lið og Guðlaug Ósk Svansdóttir, varaoddviti tók við stjórn fundarins.  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Haukur G. Kristjánsson, oddviti mætti á fundinn að nýju og tók við stjórn fundarins.

12. Tillaga að ályktun frá Guðmundi Ólafssyni VG
      
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að beina því til viðkomandi yfirvalda (Landgræðslan/ Vegagerðin) að hefjast þegar í stað handa við gerð áætlana og hönnunar á varnar- og leiðigörðum við Markarfljót austanvert allt frá eldri garði og allt niður í fjöru.

Greinagerð.
Nú er svo komið að Markarfljót hefur brotið fjörukambinn niður á rúmlega eins km. svæði til austurs frá enda 600 m. langs leiðigarðs, sem byggður var fyrir 3 árum síðan til að varna sandburði í Landeyjahöfn.
Við þetta fór fljótið að sækja til austurs og hefur ós fljótsins færst á annan km og ekki fyrirséð hvar það muni enda.  Eins er það farið að slá sér til austurs allt frá enda garðsins ofan við gljána og gerist það oftar að lænur úr fljótinu renna austur gljá eða þá við fjöru alla leið í Holtsós. Jafnhliða þessu þá hleður það mikið undir sig sérstaklega innan við leiðigarðinn og gætir þess æ ofar í farveginum sem eykur enn á vandann sem fyrir er.

Það er augljóst að þarna er mikil hætta á ferðum og skjótra viðbragða er þörf.
Ef allt fljótið nær að brjótast þarna til austurs og norðurs þá er ljóst að lönd, mannvirki og búsmali eru í hættu.  Vegna þessarar hættu þá verður að bregðast fljótt við með því að lengja varnargarðinn austan við Markarfljót, allt niður að sjó, því Markarfljót sækir einnig til austurs af miklum krafti niður við sjó.

Guðmundur Ólafsson

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Fundargerðir nefnda Rangárþings eystra:
1. Fundargerð orku- og veitunefndar dags. 31.03.14
Fundargerðin staðfest, en gerð verður hagkvæmnigreining á framkvæmdaliðum fundargerðarinnar áður en til framkvæmda kemur.
       Fundargerðir samstrafs sveitarfélaga:
1.    136. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga 13.03.14. Staðfest.
2.     13. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 31.03.14 Staðfest.
3.    478. fundur stjórnar SASS 24.03.14
4.    155. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 14.02.14
5.     14. fundur Héraðsnefndar Rangæinga 04.04.14. Lántaka Héraðsnefndar vegna þátttöku í Reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum.  

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir  ábyrgð sína á láni sem nemur kr. 40.000.000 kr., en ábyrgðaraðilar eru einnig Rangárþing ytra og Ásahreppur. Afborgun lánsins greiðist af tekjum héraðsnefndar v. útleigu á landi í eigu Héraðsnefndar Rangæinga við Stórólfsvöll. Með þessu eignast Héraðsnefnd Rangæinga 51% í húsinu. Nú þegar hafa  safnast  kr. 15.000. 000,-hjá einkaaðilum og mun hlutur þeirra leggjast við hlut þeirra sem fyrir eiga í húsinu.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra mun á engan hátt koma nálægt daglegum rekstri Reiðhallarinnar og  ekki má vænta annarrar  kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í starfsemi á Gaddstaðaflötum – fremur en héraðsnefnd. Með þessu verður sveitarstjórn Rangárþings eystra við eindregnum óskum Ásahrepps og Rangárþings ytra um sameiginlega þátttöku sveitarfélaganna í þessum björgunaraðgerðum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að héraðsnefnd sé opin fyrir sölu eignarhlutarins þegar tækifæri gefst.
Tillagan borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum.  LE sat hjá.


Mál til kynningar:
1. Fundargerð 814. fundar stjórnar Sambands íslenskara sveitarfélaga 21.03.14
2. Minjavörður Suðurlandss bréf dags. 25.03.14, Aðalskipulag Rangárþings eystra, umsögn Minjastofnunar.
3. Þjóðskrá Íslands, bréf dags. 20.03.14, Stórólfshvoll lóð 193149.
4. Héraðsdómur Suðurlands, úrskurður 26.03.14
5. Húsnæðismál á Suðurlandi, niðurstöður könnunar.
6. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 19.03.14, tilkynning um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2014.
7. Lánasjóður sveitarfélaga, bréf dags. 02.04.14, arðgreiðsla vegna ársins 2013.
8. Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40

Haukur G. Kristjánsson              
Ísólfur Gylfi Pálmason                                
Guðlaug Ósk Svansdóttir    
Lilja Einarsdóttir 
Kristín Þórðardóttir               
Elvar Eyvindsson   
Guðmundur Ólafsson