180. fundur Byggðarráðs haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 24. apríl 2019 og hófst hann kl. 08:15.

Fundinn sátu:

Elín Fríða Sigurðardóttir, Christiane L. Bahner, Benedikt Benediktsson, Árný Lára Karvelsdóttir og Anton Kári Halldórsson. 

 

Fundargerð ritaði:  Árný Lára Karvelsdóttir, Markaðs- og kynningarfulltrúi.

 

Dagskrá:

1. Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu; umsögn í samráðsgátt - 1904067

Umsögn um tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- verndaráætlun við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 

Rangárþing eystra gerir ekki efnislegar athugasemdir við textadrög varðandi helstu áherslur í stjórnunar- og verndaráætlun við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á verndun ósnortinar náttúru og almenna nýtingu hálendis við skipulagsgerð. Nú þegar hafa sveitarfélög á Suðurlandi hafið vinnu við að kanna möguleika á að vinna svæðisskipulag fyrir Suður hálendið. Ljóst er að mikil vinna er framundan á því sviði, en sú vinna er unnin í réttri röð og af réttum aðilum þ.e. sveitarfélögunum. Út úr þeirri vinnu gæti mögulega komið sú niðurstaða að sveitarfélög á Suðurlandi séu tilbúin að leggja hluta af hálendinu í þjóðgarð, en það er þá út frá forsendum sveitarfélaganna. Rangárþing eystra gerir því talsverðar athugasemdir við þær fyrirætlanir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands. Nefnd sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra á vordögum 2018 hefur verið að vinna að því hvernig eigi að stofna miðhálendisþjóðgarð yfirleitt. Svo virðist sem að gleymst hafi að velta því fyrir sér hvort það ætti að fara í þá vegferð. Talsvert mikið af spurningum er enn ósvarað varðandi þann mikilvæga þátt. Vissulega hefur ágætis samráð átt sér stað á milli nefndarinnar og sveitarfélaga, en þar hefur líka talsvert borið á því að sveitarfélög eru frekar neikvæð í umræðunni og með varann á. Það er vel skiljanlegt á margan hátt og eðlilegt að sveitarfélög fari í baklás þegar að þverpólitísk nefnd er byrjuð að vinna að skipulagsmálum sveitarfélaga t.d. með að ákvarða mörk nýs þjóðgarðs, aðkomuleiðir, áningastaði og uppbyggingu. Það er og á að vera hlutverk sveitarfélaganna. Að mati Rangárþings eystra er mikilvægt að spólað verði aðeins til baka og umræðan um hvort eigi að stofna þjóðgarð verði tekin við sveitarfélögin. 

 

Samþykkt samhljóða 

 

2. Almenningar; Ósk um styrk til landgræðslu - 1904238

Landeigendafélag Almenninga óskar eftir styrk til landgræðslu á Almenningum að upphæð kr. 300.000.

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir samhljóða að styrkja landgræðslu á Almenningum um 300.000 kr.

 

3. 279. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 9.4.2019 - 1904227

Fundargerð staðfest í heild.

 

4. 65. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 14.3.2019 - 1903214

Fundargerð staðfest í heild.

 

5. 46. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs - 1904237

Liður 2; Þorvaldseyri 

 

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leiti aukið fjármagn til Kötlu jarðvangs vegna opnunar gestastofu á Þorvaldseyri. Byggðarráðið beinir því til Kötlu jarðvangs að nýta það fjármagn sem nú þegar er fyrir hendi og hafa að leiðarljósi að gestastofan verði sjálfbær eining í framtíðinni. 

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leiti. 

6. 203. fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu; 10.4.2019 - 1904243

Liður 3 

 

Liðnum vísað til Umhverfis- og náttúrverndarnefndar til umfjöllunar og nefndinni falið að útbúa tillögur til sveitarstjórnar. 

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leiti.

 

7. 545. fundur stjórnar SASS; 4.4.2019 - 1904242

Fundargerð staðfest í heild.

 

8. Samband íslenskra sveitarfélaga; Stjórnarfundur nr. 870 - 1904228

Fundargerð staðfest í heild.

 

9. 195. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands - 1904229

Fundargerð staðfest í heild.

 

10. Samráðsfundur við Vegagerð - 1904239

Lagt fram til kynningar

 

11. Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019 - 1902326

Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40

 

180. fundur Byggðarráðs

haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 24. apríl 2019 og hófst hann kl. 08:15.

 

 

Fundinn sátu:

Elín Fríða Sigurðardóttir, Christiane L. Bahner, Benedikt Benediktsson, Árný Lára Karvelsdóttir og Anton Kári Halldórsson.

 

Fundargerð ritaði:  Árný Lára Karvelsdóttir, Markaðs- og kynningarfulltrúi.

 

 

                                    

Dagskrá:

1.

Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu; umsögn í samráðsgátt - 1904067

 

Umsögn um tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- verndaráætlun við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

 

Rangárþing eystra gerir ekki efnislegar athugasemdir við textadrög varðandi helstu áherslur í stjórnunar- og verndaráætlun við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á verndun ósnortinar náttúru og almenna nýtingu hálendis við skipulagsgerð. Nú þegar hafa sveitarfélög á Suðurlandi hafið vinnu við að kanna möguleika á að vinna svæðisskipulag fyrir Suður hálendið. Ljóst er að mikil vinna er framundan á því sviði, en sú vinna er unnin í réttri röð og af réttum aðilum þ.e. sveitarfélögunum. Út úr þeirri vinnu gæti mögulega komið sú niðurstaða að sveitarfélög á Suðurlandi séu tilbúin að leggja hluta af hálendinu í þjóðgarð, en það er þá út frá forsendum sveitarfélaganna. Rangárþing eystra gerir því talsverðar athugasemdir við þær fyrirætlanir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands. Nefnd sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra á vordögum 2018 hefur verið að vinna að því hvernig eigi að stofna miðhálendisþjóðgarð yfirleitt. Svo virðist sem að gleymst hafi að velta því fyrir sér hvort það ætti að fara í þá vegferð. Talsvert mikið af spurningum er enn ósvarað varðandi þann mikilvæga þátt. Vissulega hefur ágætis samráð átt sér stað á milli nefndarinnar og sveitarfélaga, en þar hefur líka talsvert borið á því að sveitarfélög eru frekar neikvæð í umræðunni og með varann á. Það er vel skiljanlegt á margan hátt og eðlilegt að sveitarfélög fari í baklás þegar að þverpólitísk nefnd er byrjuð að vinna að skipulagsmálum sveitarfélaga t.d. með að ákvarða mörk nýs þjóðgarðs, aðkomuleiðir, áningastaði og uppbyggingu. Það er og á að vera hlutverk sveitarfélaganna. Að mati Rangárþings eystra er mikilvægt að spólað verði aðeins til baka og umræðan um hvort eigi að stofna þjóðgarð verði tekin við sveitarfélögin.

Samþykkt samhljóða

     

2.

Almenningar; Ósk um styrk til landgræðslu - 1904238

 

Landeigendafélag Almenninga óskar eftir styrk til landgræðslu á Almenningum að upphæð kr. 300.000.

 

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir samhljóða að styrkja landgræðslu á Almenningum um 300.000 kr.

     

3.

279. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 9.4.2019 - 1904227

 

Fundargerð staðfest í heild.

     

4.

65. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 14.3.2019 - 1903214

 

Fundargerð staðfest í heild.

     

5.

46. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs - 1904237

 

Liður 2; Þorvaldseyri

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leiti aukið fjármagn til Kötlu jarðvangs vegna opnunar gestastofu á Þorvaldseyri. Byggðarráðið beinir því til Kötlu jarðvangs að nýta það fjármagn sem nú þegar er fyrir hendi og hafa að leiðarljósi að gestastofan verði sjálfbær eining í framtíðinni.

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leiti.



     

6.

203. fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu; 10.4.2019 - 1904243

 

Liður 3

Liðnum vísað til Umhverfis- og náttúrverndarnefndar til umfjöllunar og nefndinni falið að útbúa tillögur til sveitarstjórnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leiti.

     

7.

545. fundur stjórnar SASS; 4.4.2019 - 1904242

 

Fundargerð staðfest í heild.

     

8.

Samband íslenskra sveitarfélaga; Stjórnarfundur nr. 870 - 1904228

 

Fundargerð staðfest í heild.

     

9.

195. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands - 1904229

 

Fundargerð staðfest í heild.

     

10.

Samráðsfundur við Vegagerð - 1904239

 

Lagt fram til kynningar

     

11.

Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019 - 1902326

 

Lagt fram til kynningar

     

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40