18. fundur í umhverfis- og náttúruverndarnefnd Rangárþings eystra, haldinn mánudaginn 30. júlí 2018, kl. 16:00 á sveitarstjórnarskrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Þorsteinn Jónsson, Ingibjörg Erlingsdóttir, Katrín Birna Viðarsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Hallur Björgvinsson. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara
2.Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 
3.Önnur mál

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara
Lögð fram tillaga um að Katrín Birna Viðarsdóttir verði kosin formaður, Þorsteinn Jónsson varaformaður og Ingibjörg Erlingsdóttir ritari. Tillagan samþykkt samhljóða. 

2.Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 
Nefndin leggur til að veitt verði umhverfisverðlaun 2018 fyrir býli, garð og fyrirtæki/stofnun. Umhverfisverðlaun verði veitt á Kjötsúpuhátið. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að auglýsa eftir tilnefningum. 

3.Önnur mál
Nefndin harmar ástand Öldunnar sem hefur verið nýtt sem jarðvegstippur undanfarin ár. Þar hefur verið komið fyrir ýmsum úrgangi sem ekki á þar heima. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fundin verði framtíðarlausn varðandi jarðvegstipp og móttöku á garðaúrgangi. Mikilvægt er að komið verði í veg fyrir að meira magn af ólífrænum úrgangi verði urðað á umræddu svæði og sá ólífræni úrgangur sem er sýnilegur verði fjarlægður. Nefndin leggur til komið verði upp merkingum á svæðinu til að bæta umgengni.

Rætt talsvert um sorpmál á breiðum grundvelli. Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að flýta eins og kostur er vinnu við undirbúning á frekari flokkun sorps. Einnig leggur nefndin til að fræðsla til almennings varðandi úrgangsmál verði aukin til muna. 

 

Fundi slitið kl. 17:40