175. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 16. maí 2013 kl. 12:00

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Oddný Steina Valsdóttir, varamaður Lilju Einarsdóttur, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir,  Guðmundur Ólafssona, Elvar Eyvindsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:
  
Erindi til sveitarstjórnar:
1. Verðkönnun v/ vinnuliða viðbyggingar áhaldageymslu við Leikskólann Örk.
Verð bárust frá fjórum aðilum.  Samþykkt að taka lægsta verði sem er frá Úlfari Albertssyni kr. 1.392.000,-
Samþykkt samhljóða að taka tilboð Úlfars Albertssonar.

2. Skólahreysti, móttekið 22.04.13, umsókn um styrk.
Samþykkt að veita styrk kr. 50.000,-

3. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, umsögn vegna leyfis fyrir veitingavagn í Landeyjahöfn.
Staðfest.

4. Erindi frá Sonus viðburða v. Félagsheimila í Rangárþingi eystra dags. 07.05.13
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

5. Erindi frá Gísla Birgi Gíslasyni v. hreinsun rotþróa o.fl. dags. 18.04.13
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa til frekari athugunar.

6. Tillaga D-lista varðandi lágverðsverslun.


Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að kanna kosti og galla þess að byggja nýtt verslunarhúsnæði á heppilegum stað í miðbænum með það fyrir augum að laða að lágverðsverslun og flytja Sögusetrið í húsnæði sveitarfélagsins þar sem Kjarval er nú. 


Greinargerð
Ljóst er samkvæmt nýrri, sem og fyrri reynslu, að erfiðlega gengur að fá verslunaraðila til að koma með lágverðsverslun á Hvolsvöll.  Eitt ljón á þeim vegi er forleiguréttarákvæði það sem fylgir núverandi verslunarhúsnæði og bindur hendur leigusala.  Þá þykir húsnæðið óhentugt á margan hátt fyrir nútíma verslun og þarf að bæta við það og endurnýja með talsverðum kostnaði.  Þrátt fyrir slíkar framkvæmdir er hætt við að það verði áfram barn síns tíma.

Með því að byggja nútímalegt og einfalt verslunarhúsnæði á besta stað má ætla að trompum fjölgi á höndum heimamanna hvað óskir um lágverðsverslun varðar.  Um leið er hægt að losa um forleiguréttinn og bjóða aðstöðuna hverjum sem vera skal.  Vakin er athygli á því að ekki er nauðsynlegt að sveitarfélagið eigi og reki slíkt húsnæði, heldur gæti það verið í höndum annarra.

Í stað verslunar á núverandi stað mætti ef til vill flytja starfssemi Sögusetursins í húsnæðið.  Sögusetrið geldur mjög fyrir staðsetningu sína og má ætla að mun vænlegra viðskiptatækifæri liggi þar ef það kemst í þjóðbraut. Húsnæðið hentar að líkindum vel fyrir þá starfssemi og má benda á að kjallarinn, sem nú er ónotaður og vandséð hvernig má nýta að óbreyttu, getur fallið vel að sýningarhaldi.  Þá er mögulegt að hægt sé að sinna fleiri málum sem hafa beðið, svo sem Hamfarasetur.

Núverandi húsnæði Sögusetursins má svo selja, enda getur það hentað undir margvíslega starfssemi.

Elvar Eyvindsson
Kristín Þórðardóttir

Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar.


7. Tillaga um breytingar að skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra:
Þorsteinn Jónsson kt. 2010065-3729  verði aðalmaður í stað Hauks Guðna Kristjánssonar kt. 261163-4469 – Haukur verði hins vegar varamaður í stað Ástu Brynjólfsdóttur   kt. 050165-3379.
Tillagan samþykkt samhljóða.

8. 8. fundur skipulags- og byggingarnefndar 08.05.13

 SKIPULAGSMÁL
1304004 Hrútafellskot – Deiliskipulag 
Steinsholt sf. f.h. Ástu Skæringsdóttur leggur fram deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagið tekur til byggingar frístundahúss og endurbyggingar núverandi byggingar. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Bókun nefndarinnar staðfest.


1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Hilmar Þór Kristinsson f.h. Skógar Fateignafélag, óskar er eftir því að Rangárþing eystra láti vinna nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi Ytri-Skóga vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún hefji vinnu við nauðsynlegar breytingar á staðfestu deiliskipulagai Ytri-Skóga.
      Bókun nefndarinnar staðfest.
      Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

Fundargerðir nefnda Rangárþings eystra:
1. 14. fundur fræðslunefndar 06.05.13

Bókun D-lista við lið 1 í fundargerðinni.
Við fögnum þeirri niðurstöðu að hugmyndum um lengda viðveru yngstu skólabarna tvo daga í viku ( í stað heimaksturs kl. 13:10) sé ótiltekið slegið á frest.
Fundargerðin staðfest.

2. 10. fundur Heilsu-íþrótta- og æskulýðsnefndar 30.04.13 Staðfest.

Fundargerðir v/ samvinnu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra,  Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps:
1. 3. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 22.04.13 Staðfest.

Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
1. 148. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 30.04.13 Staðfest.
2.   33. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 30.04.13, ásamt  
               minnisblaði frá skoðunarferð stjórnar Sorpstöðvarinnar 4.-5. apríl 2013. Staðfest.
3. Aðalfundur Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 23.04.13

 Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 466. fundur stjórnar SASS 26.04.13
2. 3. fundur stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi 24.04.13

Mál til kynningar:
1. SASS 27.03.13, niðurstöður úr stefnumótunarverkefni í mars 2013.
2. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, bréf dags. 23.04.13, birting samþykktar um hundahald í Rangárþingi eystra í Stjórnartíðindum.
3. 6. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs, ásamt framvinduskýrslu 2.
4. Vegagerð ríkisins, bréf dags. 29.04.13, svar við úthlutun úr styrkvegasjóði 2013.
5. HJ Ingvarsson, 16. verkfundur vegna Íþróttamiðstöðvar 19.04.13
6. HJ Ingvarsson, 17. verkfundur vegna Íþróttamiðstöðvar 02.05.13.
7. Menningarráð Suðurlands, bréf dags. 29.04.13, umsókn um styrk frá Menningarráði Suðurlands.
8. Fundargerð 805. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 19.04.13  
9. Hvolsskóli – foreldrakönnun oddatölubekkir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.

Haukur G. Kristjánsson              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir    
Elvar Eyvindsson
Kristín Þórðardóttir               
Oddný Steina Valsdóttir
Guðmundur Ólafsson