173. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 18. apríl 2013 kl. 12:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Oddný Steina Valsdóttir, varamaður Lilju Einarsdóttur, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, Elvar Eyvindsson, Einar Sveinbjörnsson, löggiltur endurskoðandi, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:
          
Erindi til sveitarstjórnar:
1. Heimsókn í Sláturfélag Suðurlands kl. 11:00

2. 120. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 18.04.13 Staðfest.

3. Ársreikningur Rangárþings eystra 2012, lagður fram, fyrri umræða.
Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi KPMG fór yfir reikninginn. Ársreikningi vísað til síðari umræðu              

4. Gunnsteinn Ómarsson og félagar komu á fundinn vegna hugmynda um hótelbyggingu í Skógum.  Gunnsteinn kynnti hugmyndir þeirra en engar ákvarðanir teknar.

5. Kaupsamningur milli Reita II ehf (seljanda) og Rangárþings eystra (kaupanda) vegna Austurvegar 4, Hvolsvelli, ásamt fylgiskjölum.  Um er að ræða fasteignirnar að Austurvegi 4, sem saman standa af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og vöruskemmum, ásamt lóðarréttindum á 2,5 ha lands.

Samþykkt samhljóða að kaupa Austurveg 4, ásamt lóð á kr. 70.000.000,-  Gerð verður breyting á fjárhagsáætlun vegna þessara kaupa.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum.
Bókun D-lista.
Við erum samþykk kaupum á umræddri fasteign fyrir umrætt verð, enda eign í hjarta bæjarins og meðfylgjandi lóð sjálfur miðbær Hvolsvallar. Okkur finnst þó skorta skýra áætlun frá meirihlutanum um tilhögun endurbóta á húsnæðinu; um kostnað við þær, hvernig þær verði fjármagnaðar, hvernig þeim verði skipt niður í verkþætti o.s.frv., en ljóst er að ráðast þarf í umtalsverðar endurbætur á hinni keyptu eign. Við leggjum til að slík áætlun verði gerð og hún lögð fyrir sveitarstjórn til ákvörðunar, enda um að ræða breytingar á fjárfestingaáætlun ársins 2013. Samfara þessu yrði unnin greining í samræmi við 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um mat á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins enda er það lögskylt fari fjárfestingin í heild sinni yfir 20% af skatttekjum sveitarfélagsins á því ári sem framkvæmdir hefjast.
Elvar Eyvindsson
Kristín Þórðardóttir

6. Bréf Eddu Guðlaugar Antonsdóttur dags. 15.03.13 lagt fram.
Sveitarstjóra falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

7. Samkeppniseftirlitið, bréf dags. 03.04.13
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

8. Skeiðvangur ehf, umsókn um styrk vegna starfseminnar.
Samþykkt að veita styrk kr. 188.000,-

9. Guðmundur Svavarsson, bréf dags. 25.03.13, beiðni um niðurfellingu sorpgjalda og að sorpílát verði fjarlægð.
Erindinu hafnað, en sveitarstjóra falið að tala við verktaka sem sjá um sorphreinsun að bæta vinnuferla þannig að mistök sem þessi eigi sér ekki stað.

10. Muhammad AZFAR Karim, bréf dags. 03.04.13 varðandi göngu- og eða hjólreiðaleið frá Vatnsdal til Keldna.
Sveitarstjórn þakkar ábendinguna.  Erindinu vísað til kynningar-og markaðsfulltrúa til frekari úrvinnslu. 

11. Gabríella Oddsdóttir, bréf dags. 09.04.13, beiðni um styrk vegna kennararáðstefnu.
Erindinu hafnað.

12. 119. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 27.03.13

13. 7. fundur skipulags- og bygginganefndar Rangárþings eystra 10.04.13

SKIPULAGSMÁL
1304002 Syðri-Kvíhólmi – Landskipti
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.  Vísað er til greinargerðar sem fylgir fundargerðinni.
1304003 Hrútafellskot – Útlínur og stærð jarðar
Bókun nefndarinnar staðfest.
1304004 Hrútafellskot – Heimild til deiliskipulagsgerðar
Bókun nefndarinnar staðfest.
1304005 Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
Bókun nefndarinnar staðfest.
1304006 Bygging varnargarðs við Kverkina – Framkvæmdaleyfi
Bókun nefndarinnar staðfest.
1304010 Völlur 1 – Heimild til deiliskipulagsgerðar og ósk um að svæðið verð skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Bókun nefndarinnar staðfest.
BYGGINGARMÁL:
1303033 Litlagerði 15 – Byggingarleyfi fyrir bílskúr
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir gerðar og eru því byggingaráform samþykkt.
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar staðfest.

14. Daníel Anton Benediktsson, bréf dags. 12.04.13, stækkun á félagsmiðstöð.
Sveitarstjórn þakkar erindið og góðar ábendingar.

15. Vilmundur R. Ólafsson og Helga Sigurðardóttir, óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa á Torfastöðum 1 og 3 af Jarðeignadeild ríkisins.
Sveitarstjóri hefur falið aðilum úttekt jarðar og fasteigna.  Erindið verður afgreitt á næsta sveitarstjórnarfundi.

16. Drög að breytingu á gjaldskrá Sundlaugarinnar á Hvolsvelli.
Breytingin felst í því að færa aldursmörk ungmenna úr 16 árum í 18 ár.  Breytingin samþykkt samhljóða.

17. Tillaga frá Guðmundi Ólafssyni VG um að skora á Vegagerðina að gera áætlun í samvinnu við sveitarstjórn um að bæta umferðaröryggi í sveitarfélaginu.
Tillagan samþykkt samhljóða.

18. Stjórn félags eldri borgara í Rangárvallasýslu, ályktanir frá fundi 14.03.13
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi
1.  148. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 25.03.13 
2.  225. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands 26.03.13
3.  149. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 05.04.13

Mál til kynningar:
1. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 18.03.13, heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012.
2. Ungmennafélag Íslands, bréf dags. 02.04.13, ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 20. – 22. mars 2013
3. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 07.03.13, tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
4. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 13.03.13, tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2013.
5. Fundargerð 2. fundar sameiginlegrar Barnaverndar- og félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 18.03.13
6. Fundargerð 1. fundar Stjórnar málefna fatlaðra á Suðurlandi 25.01.13
7. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 14.03.13, tilkynning um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013.
8. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 02.04.13, greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2013.
9. Ítölugerð fyrir afréttarlandið Almenninga 19.03.13
10. Fundarboð aukafundar í fulltrúaráði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, föstudaginn 19. apríl 2013.
11. Skipulagsstofnun, bréf dags. 08.04.13, varðar skipulagsskilmála varðandi grunnskóla í deiliskipulagi.
12. HJ Ingvarsson, verkfundur vegna tengibyggingar við íþróttahús 05.04.13
13. Íþrótta- og olympíusamband Íslands, bréf dags. 10.04.13, Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:25

Haukur G. Kristjánsson              
Ísólfur Gylfi Pálmason                                
Guðlaug Ósk Svansdóttir   
Elvar Eyvindsson                                                                   
Kristín Þórðardóttir               
Oddný Steina Valsdóttir
Guðmundur Ólafsson