164. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 13. september 2012 kl.12:00

Mætt: Elvar Eyvindsson, Kristín Þórðardóttir,  Guðmundar Ólafsson, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Haukur Kristjánsson, oddviti, sem sem setti fund og stjórnarði honum.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.

Samþykkt að bæta við tveimur erindum þ.e. fulltrúakjör á Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 18. og.19. október n.k. og 52. fundargerð Skipulagsnefndar Rangárþings sem haldinn var 13. september 2012.

Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:

  1. Deiliskipulag í  Ytri-Skógum – athugasemdir 

    Farið var yfir tillögur skipulagsnefndar frá 13.september að svörum við framkomnar athugasemdir við deiliskipulag í Skógum

    Skipulagstillagan verður tekin fyrir til endanlegrar afgreiðslu þegar umsagnir lögboðinna umsagnaraðila liggja fyrir.

    Sveitarstjórn vísar afgreiðslu til frekari umfjöllunar í skipulagsnefnd og til síðari umræðu í sveitarstjórn.

  2. Kvennakórinn Ljósbrá, beiðni um að fá niðurfellda húsaleigu vegna æfinga í Félagsheimilinu Hvoli haustið 2012.

    Samþykkt samhljóða.

  3. Krókur fasteignafélag –vegna hugmynda af þjónustumiðstöð við Hamragarða – teikning á skrifstofu.

    Samþykkt að hafna erindinu þar sem vinna er í gangi við deiliskipulag. Þar af leiðandi eru þar engar lóðir til úthlutunar sem stendur.

  4. Lóðarumsókn frá Dofra Eysteinssyni o.fl. vegna hugmynda um þjónustuhús við Hamargarða.

    Samþykkt að hafna erindinu þar sem vinna er í gangi við deiliskipulag. Þar af  leiðandi eru þar engar lóðir til úthlutunar sem stendur.

  5. Lóðaumsókn frá Vindási ehf v. hesthúsalóða nr.R 2a og 2b  í Miðkrika.

    Samþykkt.

  6. Ferðafélag Íslands: Ósk um leyfi til að leggja rafstreng 11 kw. frá Þórólfsfelli að Húsadal.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögbundinna umsagnaraðila.

  7. JP lögmenn vegna varnargarðs við Markarfljót, bréf dags. 04.09.2012.

    Fulltrúar Vegagerðar ríkisins, Landagræðslu ríkisins og Rangárþings eystra munu hittast vegna málsins, mánudaginn 17. september og ræða viðbrögð við erindinu.

  8. Ráðning nýrra starfsmanna í störf kynningar- og markaðsfulltrúa og sviðsstjóra og byggingarfulltrúa og sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs Rangárþings eystra.



    Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að ráða Árný Láru Karvelsdóttur Kt. 140681-5399 – menningar og sagnfræðing til starfa til eins árs sem kynningar- og markaðsfulltrúa sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.



    Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að ráða Anton Kára Halldórsson kt. 030583-3539, sem byggingarfulltrúa og sviðsstjóra framkvæmdasviðs Rangárþings eystra.

    Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði KÞ.



    Bókun Kristínar Þórðardóttur:

    Ég hef áhyggjur af þeim farvegi sem ráðningarferli um embætti byggingarfulltrúa og sviðsstjóra framkvæmdasviðs rataði í og óttast að þar hafi ekki verið gætt rétts vinnulags sem kann að hafa afleiðingar í för með sér fyrir sveitarfélagið. Að öðru leyti vísa ég til þeirra gagna og athugasemda sem ég hef fært fram við meðferð málsins í sveitarstjórn.

    Að þessu sögðu býð ég Anton Kára Halldórsson velkominn til starfa og óska honum alls góðs í nýju starfi.



    Bókun Elvars Eyvindssonar:

    Ég tek undir þær athugasemdir sem Kristín Þórðardóttir hefur haft fram að færa um ráðningarferlið. Á hinn bóginn tel ég Anton Kára best fallinn til að gegn hinu nýja starfi.



    Haukur G. Kristjánsson, oddviti las upp rökstuðning Intellecta fyrir ráðningunni.

  9. Kaupsamningar vegna sölu á hlut Rangárþings eystra í jörðunum Raufarfelli 1 og Raufarfelli 4.

    Kaupsamningarnir samþykktir samhljóða.



    Bókun

    Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að sú upphæð sem fæst við sölu lands á Raufarfelli renni til uppbyggingar á Kirkjuhvoli en það var einmitt hugmynd Sigríðar Magnúsdóttur þegar hún gaf Austur Eyjafjallahreppi þetta land að andvirði þess rynni til uppbyggingar heimilis fyrir aldraða í sveitarfélaginu.

  10. Bréf sveitarfélagsins Árborgar dags.14.08.2012, tillaga um stofnun byggðasamlags um eignarhald á fasteignum vegna málefna fatlaðra.

    Lögð fram greinargerð frá félagsmálastjóra dags. 12.09.2012 um þetta efni.

    Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í undirbúningi að stofnun byggðasamlagsins.

  11. Varde kommune, dagskrá  vinarbæjarheimsóknar 10.-12. október 2012.

    Samþykkt að fulltrúar sveitarfélagsins verði Ísólfur Gylfi Pálmason, Haukur G. Kristjánsson og Guðmundur Ólafsson.

  12. Kaupsamningur vegna kaupa á bifreiðinni RV-104.

    Samningurinn samþykktur samhljóða.

  13. Einar Þór Árnason – ósk um framlengingu á lóðaleigusamningi lóðar nr.174534 á Hamragarðaheiði.

    Lilja Einarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins.



    Lilja Einarsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju.

  14. Bjarni E. Sigurðsson v. Eystri Torfstaða 2 – umsögn.

    Sveitarstjórn Rangárþings eystra mælir með því að Bjarni E. Sigurðsson kt.270635-3699  fái að nýta kauprétt sinn að jörðinni  Eystri-Torfastöðum 2, Rangárþingi eystra.

    Vísað er til umsagna sem liggja fyrir á fundinum.

  15. Bréf vegna gatnagerðargjalda Hvolstún 23, Hvolsvelli.

    Sveitarstjóra falið að ræða við húsbyggjendur fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

  16. Dagskrártillaga fulltrúa D-lista; fyrirspurn vegna skólaaksturs dags. 10.09.2012



    Dagskrártillaga fulltrúa D-lista; fyrirspurn vegna skólaaksturs

    (í samræmi við 2. ml. 3. tl. 2. mgr. 11. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Rangárþings eystra)



    Undirrituðum fulltrúum D-lista hafa borist umkvartanir foreldra barna á yngsta stigi í Hvolsskóla, þar sem þeim var í síðustu viku tilkynnt einhliða ákvörðun þess efnis að fella niður heimakstur skólabíla kl.13 á daginn þegar skóladegi yngstu barna lýkur og þau vistuð í lengdri skóladagvist þann tíma sem þau þurfa að bíða næstu ferðar með skólabíl.

    Af því tilefni spyrjum við:

    1. Hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður heimakstur skólabarna kl. 13 ?

    2. Ef svo er:

      a) Hvar hefur sú ákvörðun verið rædd og tekin og hvernig er hún rökstudd ?

      b) Hefur verið aflað samþykkis foreldra vegna niðurfellingar heimaksturs kl. 13 ?

    3. Hver er áætlaður heildarkostnaður vegna skólaaksturs á yfirstandandi skólaári ?

    4. Hver er áætlaður kostnaður á skólaárinu vegna heimaksturs kl. 13 ?

    5. Hver er viðbótarkostnaður við skólaakstur ársins vegna „Samfellunnar“ (þ.e.a.s. akstur sem ekki er beinlínis tengdur lokum skóladags nemenda) ?

    6. Hvert er framlag/áætlað framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins vegna skólaaksturs á yfirstandandi skólaári ?



      Hvolsvelli, 10. september 2012

      Kristín Þórðardóttir

      Elvar Eyvindsson





    Svör við fyrirspurn D-lista

    1. Hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður heimakstur skólabarna kl. 13 ?

      Svar:

      Lagt hefur verið af stað með það að fella niður heimakstur skólabarna kl. 13 og þess freistað að kanna hvort það gæti ekki gengið.

    2. Ef svo er:

      a) Hvar hefur sú ákvörðun verið rædd og tekin og hvernig er hún rökstudd ?

      Svar:

      Sú ákvörðun var rædd og tekin á sameiginlegum fundi sveitarstjóra, skrifstofustjóra og deildarstjóra Hvolsskóla.  Ákvörðunin er tekin á þeirri forsendu að tiltölulega fá börn ætluðu að nýta sér þessa heimferð, heimferð seinkaði ekki um nema eina og hálfa til tvær klukkustundir og einnig og ekki síður vegna þess mikla kostnaðar sem hún veldur. Í staðinn fyrir heimakstur á þessum tíma hefur verið boðið upp á ýmsa afþreyingu og aðstoð þann tíma sem heimferð dregst.



      b) Hefur verið aflað samþykkis foreldra vegna niðurfellingar heimaksturs kl. 13 ?

      Svar: 

      Leitað hefur verið eftir samþykki foreldra sem samþykktu niðurfellinguna með nokkrum undantekningum.

    3. Hver er áætlaður heildarkostnaður vegna skólaaksturs á yfirstandandi skólaári ?

      Svar:

      Áætlaður heildarkostnaður heildar kostnaður vegna skólaakstur er áætlaður um 51 millj. kr., en var í áætlun 2012 áætlaður 49 millj.kr. Endanlegur kostnaður við þennan lið árið 2011 var  48,6 millj. kr.

    4. Hver er áætlaður kostnaður á skólaárinu vegna heimaksturs kl. 13 ?

      Svar:

      Áætlaður kostnaður vegna heimaksturs kl. 13 á skólaárinu er 6,7 millj.kr.

      Þessi tala miðast við þau börn sem skráðu sig í ferðina kl.13

    5. Hver er viðbótarkostnaður við skólaakstur ársins vegna „Samfellunnar“ (þ.e.a.s. akstur sem ekki er beinlínis tengdur lokum skóladags nemenda)?

      Svar:

      Áætlaður aksturskostaður vegna samfellunnar er 6 millj. kr. Var kr. 6,2 millj. kr. á árinu 2011.

    6. Hvert er framlag/áætlað framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins vegna skólaaksturs á yfirstandandi skólaári?

      Svar:

      Ekki liggur fyrir hvert framlag Jöfnunarsjóðs verður á yfirstandandi skólaári en framlagið var 37,7 millj. kr. á árinu 2011.

                  

      Tillaga:

      Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að fallið verði frá niðurfellingu hádegisferðar mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

      Samþykkt samhljóða.

  17. Bréf Þorgerðar Guðmundsdóttur dags. 20.08.2012, ósk um framlengingu á leigusamningi vegna tjaldsvæðisins í Hamragörðum.

    Sveitarstjóra falið að boða bréfritara til fundar með sveitarstjórn.

  18. Tillaga um að Ísólfur Gylfi Pálmason verði fulltrúi sveitarfélagsins í Jarðvangsverkefninu Katla Geopark.

    Samþykkt.

  19. Kosning fulltrúa Rangárþings eystra á SASS þing 18. og 19. október 2012



    Aðalmenn:                                       Varamenn:

    Haukur G. Kristjánsson                   Ísólfur Gylfi Pálmason

    Guðlaug Ósk Svansdóttir                Lilja Einarsdóttir

    Elvar Eyvindsson                            Esther Sigurpálsdóttir

    Gyða Björgvinsdóttir                       Guðmundur Ólafsson



    Sömu fulltrúar kosnir á aðalfundi AÞS, HS og SKS. 

 

Fundargerðir nefnda – ráða sveitarfélagsins:

  1. 114. fundur Byggðarráðs 24.08.2012 


Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:

  1. 143. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 31.08.2012

  2. 219. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands 28.08.2012

  3. 140. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 30.08.2012

  4. 143. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 04.09.2012 Staðfest.

  5. 52. fundur skipulagsnefndar Rangárþings 13.09.2012

    Fundargerðin staðfest en vísað er í bókun sveitarstjórnar undir liðnum Deiliskipulag í Skógum.

 

Erindi til kynningar:

  1. Smalanir og réttir í Rangárþingi eystra, haustið 2012

  2. Fundargerð 10. fundar skipulagsmálanefndar sambandsins 17.08.2012

  3. Minnisblað vegna vinnu við svæðisáætlun og vettvangsferðar 22. – 23. 08.2012

  4. Mannvit, minnisblað um breytta tilhögun urðunar úrgangs að Strönd í Rangárvallasýslu – Viðauki 3 (lífrænn sláturúrgangur og annar virkur úrgangur)

  5. Verkfræðistofa Suðurlands ehf, útsýnispallur við Skógafoss 1. verkfundur 23.08.2012

  6. Fundargerð 1. verkfundar vegna byggingar tengibyggingar við Íþróttahús á Hvolsvelli dags. 21.08.2012

  7. Fundargerð 2. verkfundar vegna byggingar tengibyggingar við Íþróttahús á Hvolsvelli dags. 30.08.2012

  8. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 16.08.2012, skilgreining á skóladögum í grunnskólum, álit mennta- og menningarmálaráðuneytis.

  9. Velferðarvaktin, bréf dags. 22.08.2012

  10. Ríkiskaup, rammasamningakerfi ríkisins, staðan 2012.

  11. Umhverfisstofnun, bréf dags. 23.08.2012, notkun vélknúinna ökutækja við leitir.

  12. Fjármálaráðuneytið, bréf dags. 16.08.2012, ósk um tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.  Nýsköpunarráðstefna 30. Október 2012 á Grand hótel Reykjavík.

  13. Minnisblað Guðjóns Bragasonar dags. 18.07.2012, umsögn um drög að landsáætlun um úrgang.

  14. Bréf Björns Halldórssonar,framkvæmdastjóra Sorpu dags. 18.07.12, staðarval fyrir nýjan urðunarstað.

  15. Viðlagatrygging vegna Seljalandsskóla – tjónamat.

  16. 54. fundur  samstarfsnefndar Sambandsins FÍH og félags tónlistarkennara

  17. 27. fundur samstarfsnefndar Sambandsins KÍ og félag grunnskólakennara

  18. 6. fundur samstarfsnefndar  Sambandsins KÍ og félags stjórnenda leikskóla

  19. Mennta og menningarmálaráðuneytið bréf dags. 29. ágúst Ungt fólk 1992-2012

  20. Innanríkisráðuneytið Ársfundur Jöfnunarsjóðs 26. sept.2012 kl.18.30

  21. Umhverfis og auðlindaráðuneytið bréf frá 3.sept. 2012  frumvarp v. Náttúruverndarlaga

  22. Innanríkisráðuneytið  – jöfnunarsjóður sveitarfélaga framlag v. lækkunar fasteingaskatta.

  23. FOSS, kjörbréf vegna 43. Þings BSRB, sem haldið verður 10.- 12. október 2012 nk.

 

Fleira ekki rætt fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:18


Haukur Guðni Kristjánsson

Guðlaug Ósk Svansdóttir

Lilja Einarsdóttir

Elvar Eyvindsson

Kristín Þórðardóttir

Guðmundur Ólafsson

Ísólfur Gylfi Pálmason