16. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn á skrifstofu Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings bs., að Ormsvelli 1, Hvolsvelli, föstudaginn 10. október 2008 kl. 10.30.

Mættir: Egill Sigurðsson, Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.

  1. Stjórnin skipti með sér verkum.
    Ágúst Ingi Ólafsson kosinn formaður, Örn Þórðarson, varaformaður og Egill Sigurðsson, meðstjórnandi.

  2. Yfirlit yfir reksturinn það sem af er árinu 2008
    Reksturinn er í góðu samræmi við áætlun.

  3. Önnur mál
    Lagt fram bréf Brunamálastofnunar dags. 03.10.08, varðandi brunavarnaáætlun. Vinna við brunavarnaáætlun er hafin, en nokkuð er í land að áætlunin verði tilbúin.
    Slökkvistjóra falið að ganga frá áætluninni í samstarfi við byggingarfulltrúa.
    Stefnt er að því að áætlunin verði tilbúin fyrir 15. nóvember n.k.

    Lagt fram bréf Brúnamálastofnunar dags. 06.10.08 varðandi bruna að Vestra-Fíflholti 30. september sl.


Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 11:00


Ágúst Ingi Ólafsson
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason