Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 20.ágúst 2008 kl.21.00.

Mættir voru: Kristinn Jónsson, Jens Jóhannsson og Eggert Pálsson

Frá síðasta formlega fundi samkv. fundargerð, hefur verið haldinn símafundur vegna landbótaáætlunar á Fljótshlíðarafrétti.
Einnig var farin í byrjun júní í vettvangsferð með eftirlitsaðili Landgræðslunnar.

1. Sótt var um styrki vegna uppgræðsluverkefna á afréttinum samkv. uppgræðsluáætlunar. Landsbótasjóður veitti styrk upp á kr.320.000 og sveitarsjóður um kr.300.000. Bændur báru á samtals 10,2 tonn af áburði.

2. Farið yfir reikninga síðasta árs.

3. Ákveðið að 1.leit á Grænafjall verði farinn föstudaginn 12. sept. Byggðasmölun fari fram laugardaginn 20.sept. Lögrétta verði mánudaginn 22.sept.
Samþykkt var að smala Rauðnefsstaði líkt og undanfarin ár og greiðslu gjalda af þeim.

4. Samþykkt að álagning fjallskila verði þannig .
Greitt verði kr.6,- per landverð og kr.45,- ásett kind. Greiðslur fyrir leitir og réttarferðir verði óbreytt frá því í fyrra.
Skipað var í leitir og réttarferðir.


Ekki fleira gert, fundi slitið.

Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson, Jens Jóhannsson