Á Móeiðarhvoli hafa þau Bóel Anna Þórisdóttir og Birkir Arnar Tómasson byggt myndarlegt fjós fyrir 130 kýr, eitt það stærsta og fullkomnasta á landinu en þar eru þau meðal annars með tvo mjaltaþjóna. Fyrstu kúnum verður hleypt í fjósið í dag.

Að þessu tilefni heimsótti sveitarstjóri Móeiðarhvol ásamt skrifstofustjóra sveitarfélagsins og færði ábúendum myndarlegan viðurkenningarplatta með ósk um búsæld í nýju húsnæði en Birkir Arnar situr í sveitarstjórn Rangárþings eystra. 

Á myndinni má sjá Birkir Arnar og son hans, Róbert Bjarma, með plattann ásamt Ágústi Inga Ólafssyni, skrifstofustjóra Rangárþings eystra