Fundargerð Menningarnefndar Rangárþings Eystra. 

4. Fundur haldinn í Pálsstofu Hvoli Hvolsvelli mánudaginn 18. Maí 2015
Fundur settur kl.19:00

mættir voru:
Arna Þöll
Bjarki Odds.
Finnur Bjarki
Friðrik Erlings.
Helga Guðrún
Helga setti fundinn og stjórnaði honum

1.Útisvið

Kynnti Finnur Bjarki hugmynd sína um útisvið, en hann kom með mynd af gömlu Esso sjoppunni sem stóð aftan við Hvolinn. Þótti fundarmönnum útlitið skemmtilegt, og gaman væri að hafa sögulegu tenginguna líka. Fundar menn voru sammála um að mikilvægt væri að setja upp svona sviði. Umræður sköpuðust um hentugustu staðsetninguna, og var niðurstaðan sú að besta staðsetningin væri á miðbæjartúninu en sérfræðingar sveitarfélagsins þyrftu að staðsetja það nánar á því.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10152731733041890&set=gm.439743022861088&type=1

2.Kjötsúpuhátíð

Var tekinn sú ákvörðun að Menningarnefndin muni vinna það starf sem kjötsúpunefndin hefur unnið seinustu ár. Nefndin mun þó halda opin fund með íbúum þar sem öllum er frjálst að koma með sínar hugmyndir.

Menningarnefnd hefur hug á að vita hvort möguleiki sé að halda áfram að nota braggana í tengslum við kjötsúpuhátíðina einsog undanfarin ár.

3.Fjölmenningarhátíð.

Helga varpaði fram hugleiðingu Mögdu starfsmanns sveitarfélagsins um að halda nokkurskonar fjölmenningarhátíð. Hugmyndin var sú að hátíðin væri með svipuðu sniði og Pólska jólakvöldið, nema að allir menningahópar kæmu og kynntu hluti úr sinni menningu. Ákveðið var að fá Mögdu og Birnu Sigurðardóttir á fund til þess að ræða þessa hugmynd frekar, ræða hvaða árstíð myndi henta best, en nefndin var sammála að sumarið væri að verða fullbókað hér í sveitarfélaginu, og því best að koma hátíðinni fyrir utan sumarsins.
4.Önnur mál

Menningarnefnd vill ítreka ósk um að listi verði unnin um menningarverðmæti sveitarfélagsins.

Menningarnefnd vill kanna áhuga sveitarfélagsins að gera afsteypu af verki Nínu Sæmundsson sem táknmynd Waldorf – Astoria hótelsins og koma fyrir á áberandi stað í sveitarfélaginu, t.d. við gatnamóti Hlíðarvegs og Austurvegs. En Nína var heimsþekktur listamaður sem fædd var í sveitinni og ætti sveitafélagið að halda þeirri staðreynd á lofti.

Fundi slitði kl.20:02