Fundur settur kl. 16:05 
Mættir voru Guðlaug Ósk Svansdóttir formaður, Esther Sigurpálsdóttir, Benedikt Benediktsson, Lárus Bragason, Ragnheiður Kristjánsdóttir varamaður fyrir Oddný Steinu Valsdóttur sem boðaði forföll, Berglind Hákonardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna, Unnur Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskólans, Heiða Björg Scheving leikskólastjóri, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri, Pálína Björk Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna skólans. 
Fundagerð ritaði Gyða Björgvinsdóttir
Dagskrá fundarins: 
1. Hugmyndir um breytt fyrirkomulag á skólatíma og áherslubreytingar á Skólaskjólinu Birna deildastjóri yngsta stigs – seinni umræða.
Hugmyndir hafa verið uppi að setja upp lengda viðveru á mánudögum og miðvikudögum, það er að fella niður ferðina kl. 13 og hafa lengda viðveru. 1. og 2. bekkur fengju smiðjur þar sem allir myndu rúlla á öllum stöðvum til þess að hafa síðan forsendur til að velja sjálf eftir áhuga í 3. og 4. bekk. Ýmsar hugmyndir eru uppi um viðfangsefni smiðjanna, t.d. íþróttir, leiklist og tónlist.
Gerð var samantekt um lengdu viðveruna og farið var yfir kostnaðarliði ef viðveran yrði lengd. 
Lagt var til að skólastefnan yrði kláruð áður en ákvörðun um lengda viðveru yrði tekin. Þá ákvörðun yrði að kynna vel og taka í sátt við foreldrasamfélagið. Mikilvægt er að allt sem snýr að skóla og samfellu sé tilbúið strax í vor. Halda þarf áfram að kalla eftir hugmyndum fyrir samfellustarfið. E.t.v. væri gott að byrja á því að bjóða uppá þessar smiðjur í vali. 
Akstur er heim kl. 13, 15 og 17 og þyrftu skráningar að berast strax í vor. Nemandi fer þá heim í þá ferð sem hann er skráður í.
Að lokum var bent á könnun sem sveitarfélög svöruðu um frístunda- og tómstundaheimili í hverju sveitarfélagi, könnunin er hægt að nálgast á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eins þarf að taka ákvörðun um hvort Skjólið eigi að vera opið lengur fram á vorið og opna fyrr að hausti. Þyrfti að leggja fyrir könnun um opnum Skjólsins og um leikjanámskeiðið fyrir ágúst.

2. Starfið í Leikskólanum Örk – skóladagatal og drög að ársskýrslu kynnt.
Heiða Björg Scheving leikskólastjóri fór yfir ársskýrslu leikskólans en hún kemur út í haust. Það eru 95 börn í leikskólanum, þar af eru 50 stúlkur og 45 drengir. Það eru 80 börn í morgunmat og 94 börn í hádegismat og svo eru 87 í nónhressingu. Það eru alls 29 starfsmenn starfandi í leikskólanum þar af 9 leikskólakennarar og 1 íslenskufræðingur.
Ýmis námskeið og fyrirlestrar hafa verið á starfsdögunum í vetur. 
Leikskólinn og grunnskólinn hafa verið í góðu samstarfi og eins hefur leikskólinn verið í samstarfi við bókasafnið.
Menntamálaráðuneytið hefur gefið út reglur er varða kirkjuheimsóknir.
Verið er að klára starfsáætlun skólans, svo starfsáætlunin og ársskýrslan verða tilbúin áður en leikskólinn hefst aftur eftir sumarfrí. 
Skóladagatal leikskólans var lagt fram og samþykkt.

3. Starfið í Hvolsskóla – kynntar verða niðurstöður og úrbætur úr foreldrakönnun og starfsmannakönnun skólans.
Sigurlín sagði frá því að í dag og á morgun er hér í skólanum haldin stærðfræðikeppnin BEST, keppnin er fyrir nemendur 9. bekkjar og taka skólar víðsvegar af landinu þátt í keppninni. Árið 2009 vann Hvolsskóli þessa keppni. 
Í dag færði Landsbjörg skólanum endurskinsvesti að gjöf, en vestin eru ætluð nemendum í 1. bekk. 
Farið var yfir niðurstöður bæði foreldra- og starfsmannakannanna og verða þær betur kynntar á næsta fundi.
Gæta þarf að því að hafa sömu grunnspurningarnar, þannig að hægt sé að bera saman kannanir frá ári til árs. Samanburðurinn er mikilvægur til þess að gera betur. 
Farið verður betur yfir þessar niðurstöður þegar skýrsla sjálfsmatsnefndarinnar er tilbúin. 
Kanna þarf með hvaða hætti skólinn hyggst halda þessu sjálfsmati áfram. 

4. Eineltisáætlun skólans kynnt.
Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri og Pálína Björk kynntu vinnu nefndar sem unnið hefur að endubótum aðgerðaráætlunar Hvolsskóla gegn einelti. Nefndin leggur til að skipað verði eineltisteymi í skólanum. Mikilvægt er að öllum eineltismálum ljúki með undirskriftum þeirra er málið varðar. Ef eineltisteymið ræður ekki við málið, er málið sent til annarra sérfræðinga. Ef ekkert gengur né rekur þar þá fer málið til fagráðs hjá menntamálaráðuneytinu. Þetta er gert til þess að þrýsta á að unnið sé hörðum höndum að málinu. 
Ábendingar komu um að setja þyrfti tímaramma á könnunar- og framkvæmdaferlið.
Gott þegar umsjónarkennarar senda eineltisáætlunina í tölvupósti heim til foreldra. 

5. Skóladagatal skólaársins 2013-2014 lagt fram 
Umræður um skóladagatal skólans fór líka fram undir 2. lið þegar rætt var um skóladagatal leikskólans. Skóladagatal Hvolsskóla er samþykkt. 

6. Skólastefna - hugmyndir af verklagi við gerð stefnunnar
Dæmi um verklag við gerð skólastefnu frá Capacent var kynnt. 
Ábendingar komu um mikilvægi þess að sem flestir í samfélaginu væru virkir í gerð skólastefnunnar. 
Rætt var um mögulega framkvæmd við gerð hennar og hvort kaupa eigi þjónustu eða hvort aðilar innan skólakerfanna og foreldrar vilji taka þátt í framkvæmdinni. Samþykkt að hefja vinnu við gerð skólastefnunnar um leið og skólastarf hefst í haust.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:15


Guðlaug Ósk Svansdóttir                                                            Unnur Óskarsdóttir                                                                                                                                                                                                                                   
Benedikt Benediktsson                                                             Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Björg Scheving                                                                 Pálína Björk Jónsdóttir
Ragnheiður Kristjánsdóttir                                                          Esther Sigurpálsdóttir
Berglind Hákonardóttir                                                               Lárus Bragason