Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 9.janúar 2007 kl.10,30


Mættir voru: Kristinn Jónsson, Jens Jóhannsson og Eggert Pálsson



1. Fjallað var um dóm héraðsdóms Suðurlands er varðar Þjóðlendur á Grænafjalli og
í Þórsmörk
Samþykkt var að áfrýja dómnum til Hæstaréttar og sækja um gjafsókn .
Ragnari Aðalsteinssyni hdl. verði falið að fylgja málinu áfram.

2. Samþykkt að leita eftir tilboðum í áburð til áframhaldandi uppgræðslu á afréttinum.

3 Rætt var um kostnað við eftirleitir. Mjög erfiðlega hefur gengið að
hreinsa afréttinn.
Farnar hafa verið þrjár leitir auk þess hafa verið farnar þónokkrar eftirferðir.
Náðust m.a. 7 kindur 26. des og 9 kindur 9. jan.07. Vitað er um allt að 20 kindur
enn eftir á afréttinum.





Fleira ekki gert, fundi slitið

Kristinn Jónsson, 

Jens Jóhannsson

Eggert Pálsson