Byggðarráð Rangárþings eystra

123. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 29. ágúst 2013 kl. 08:10

Mætt:  Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri,  Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Dagskrá:

Erindi til byggðarráðs:

1. Samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra, seinni umræða.

Ákveðið að fresta afgreiðslu samþykktanna til næsta sveitarstjórnarfundar.


2. Bréf Sýslumannsins á Hvolsvelli dags. 15.07.13, beiðni um umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Um er að ræða leyfi í flokki II fyrir gististað í Stóru-Mörk fyrir fyrirtækið Brauðsneiðin ehf. ktl. 540706-1150, Stóru-Mörk.
Staðfest.


3. Hestamannafélagið Sindri, bréf dags. 17.07.13, styrkbeiðni.
Samþykkt  að veita styrk kr. 50.000,-


4. Bréf Sýslumannsins á Hvolsvelli dags. 24.07.13, beiðni um umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Um er að ræða leyfi til Arctic Fasteignir ehf. kt. 701297-3189 fyrir gististað í flokki II með starfsstöð að Yzta-Bæli, Rangárþingi eystra.
Staðfest.


5. Sumarhúsabyggð í landi Efri-Úlfsstaða.  Lýsing á hugmyndum bjóðanda og tilboð í kaup landsins.
Sveitarstjóra falið að vinna að gagntilboði.


6. Opnun tilboða í gatnagerð á Hvolsvelli 15. ágúst 2013.
Til kynningar.


7. Tillaga að biðskyldu á gatnamótum á Hvolsvelli. Bætt er við tillöguna biðskildu á Öldubakka við nyrðri gatnamótin við Hvolstún og biðskyldu á syðri gatnamót Hvolstúns við Öldubakka.  Staðsetning hraðahindrana verða endurskipulagðar.  Byggðarráð hvetur samgöngu- og umferðarnefnd til að koma með tillögur að úrbótum í umferðaröryggismálum.
 
Tillagan samþykkt.


8. Drög að samþykktum fyrir byggðasamlagið Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og endurnýjaður stofnsamningur byggðasamlagsins.


Samþykktir og endurnýjaður stofnsamningur samþykkt.  Samþykkt að Lilja Einarsdóttir verði aðalfulltrúi í stjórn samlagsins og Ingibjörg Marmundsdóttir verði varamaður.


9. Lóðaumsókn, Húskarlar ehf sækja um að fá úthlutað lóðinni nr. 1-9 við ónefnda götu á Kirkjuhvolsreit.

Samþykkt að fresta afgreiðslu umsóknarinnar.


10. Lóðaumsókn, Sigríður Pétursdóttir kt. 211158-7869 sækir um einbýlishúsalóð             nr. 3 í Skógum.

Umsókninni vísað til landeigenda Héraðsnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.


11. Ágúst Leó Sigurðsson, bréf dags. 19.08.13, umsókn um styrk vegna neyðarflutningsnáms við Sjúkraflutningaskólann.

Erindinu hafnað.


12. Bréf Sýslumannsins á Hvolsvelli dags. 15.07.13, beiðni um umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Um er að ræða leyfi fyrir gististað í flokki V í Smáratúni Rangárþingi eystra. Rekstraraðili er Smáratún ehf kt. 410206-0560.

Staðfest.


Fundargerðir nefnda sveitarfélagins


1. 12. fundur Umhverfis- og náttúruverndarnefndar 30.07.13 Staðfest.
2. 13. fundur Umhverfis- og náttúruverndarnefndar 14.08.13 Staðfest.
3. 10. fundur Skipulags- og byggingarnefndar 01.08.13 


SKIPULAGSMÁL


1301019 Fimmvörðuskáli – Deiliskipulag 
Um er að ræða svæði við Fimmvörðuskála, Fimmvörðuhálsi. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu nýs fjallaskála og salernishúss. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 29. maí 2013, með athugasemdafrest til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og umhverfisskýrslu fyrir Fimmvörðuskála.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.


1306087 Baldvinsskáli – Deiliskipulag
Tillagan tekur til endurbyggingar Baldvinsskála, geymslu, skálavarðarhúss og snyrtiaðstöðu á Fimmvörðuhálsi. Um er að ræða tillögu sem var endurauglýst vegna formgalla frá 29. maí 2013, með athugasemdafrest til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu fyrir Baldvinsskála.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.


1304005 Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hellishóla sem m.a. tekur til byggingar hótels. 
Um er að ræða tillögu sem var endurauglýst vegna formgalla frá 29. maí 2013, með athugasemdafresti til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytingu fyrir Hellishóla. 
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar


1304004 Hrútafellskot - Deiliskipulag

Tillagan tekur til byggingar frístundarhúss og endurbyggingar núverandi bygginga. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 29. maí 2013, með athugasemdafrest til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu fyrir Hrútafellskot
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar


1307021 Ystabælistorfa 1-5 – Deiliskipulag


Tillagan tekur til bygginga frístundahúsa á lóðunum Ystabælistorfu 1, 2, 3 og 5. Einnig er gert ráð fyrir byggingu hesthúss á lóð nr. 1. Lóðirnar eru 5,4 ha og er aðkoma frá Leirnavegi nr. 243. Tillagan er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem hefur nú þegar verið auglýst. 
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagsbreytingu sem þegar hefur verið auglýst. 
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar


1307049 Miðey – Deiliskipulag 
Steinsholt sf. f.h. Rafnars Rafnarssonar kt. 160768-5689, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagstillögu fyrir um 8 ha spildu úr jörðinni Miðey. Tillagan mun taka til byggingar tveggja íbúðarhúsa, hesthúss og skemmu. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili deiliskipulagsgerð. Nefndin leggur til að fallið verði frá gerð lýsingar fyrir tillöguna skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur tillögunanr liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar


1307009 Þórólfsfell - Landskipti
Rangárþing eystra kt. 470602-2440 óskar eftir því að stofna lóð undir fjarskiptahús á Þórólfsfelli skv. meðfylgjandi umsókn og uppdrátum.  Lóðin verður stofnuð úr Fljótshlíðarafréttur ln.164079.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að stofnuð verði 400m² lóð undir tækjahús úr Fljótshlíðarafrétt ln. 164079. Nefndin bendir á að um er að ræða viðkvæmt svæði og því ber að gæta fyllstu varkárni í umgengni og takmarka umferð vélknúinna ökutækja eins og kostur er. 
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar


Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.


4. Fundur fjallskilanefndar Fljótshlíðar 27.05.13  Staðfest.
5. Fundur fjallskilanefndar Fljótshlíðar 15.07.13  Staðfest.
6. Fundur í fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla 21.08.13 Staðfest með fyrirvara um framkvæmdaliði.


Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:


1. 149. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 23.08.13 Staðfest. 


Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:


1. 468. fundur stjórnar SASS 16.08.13
2. 151. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 08.08.13
3. Aukaaðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 23.08.13
4. 152. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 23.08.13


Mál til kynningar:

1. Félag grunnskólakennara, bréf dags. 08.07.13
2. Fyrirvari við framkvæmdir við Gluggafoss og Þorsteinslund 16.07.13
3. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, bréf dags. 19.07.13 vegna ákvörðunar ítölunefndar og kæru í framhaldi af því.
4. Rangárþing ytra, bréf dags. 22.07.13 vegna fyrirhugaðra framkvæmda Sorpstöðvar Rangárvallasýslu á Strönd.
5. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, bréf dags. 06.08.13, ósk um umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á 51. gr. skipulagslaga.
6. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 31.07.13, uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignagjalda 2013.
7. Minjavörður Suðurlands, bréf dags. 13.08.13, skáli Útivistar á Fimmvörðuhálsi í Rangárþingi eystra – DSKL.
8. HJÁ Ingvarsson ehf., 23. verkfundur vegna tengibyggingar við Íþróttamiðstöð á Hvolsvelli.
9. Landsbankinn 16.08.13, breyting á ábyrgð vegna tengibyggingar Íþróttamiðstöðvar á Hvolsvelli.
10. G.Gigja Árnadóttir, skjalastjóri hjá Kópavogsbæ, bréf dags. 16.08.13, boð um aðild að Lykli, félagi skjalastjóra.
11. HJÁ Ingvarsson ehf. 24. verkfundur vegna tengibyggingar við Íþróttamiðstöð á Hvolsvelli.
12. Minnispunktar v. tónlistarnáms.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
     
      Fleira ekki gert og fundi slitið kl.10:10

Guðlaug Ósk Svansdóttir

Kristín Þórðardóttir

Lilja Einarsdóttir

Ísólfur Gylfi Pálmason

Guðmundur Ólafsson