12. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2010 til 2014 haldinn í Skógum miðvikudaginn 12. júní 2013 kl: 16,00.   Fundurinn var í framhaldi af sameiginlegum fundi með Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu sem stóð frá kl: 13:00 til 16:00.
Mætt:  Þorgils Torfi Jónsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Eydís Indriðadóttir, Drífa Hjartardóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Elvar Eyvindsson og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá.
1. Ársreikningar 2012.
1.1 Ársreikningur Héraðsnefndar Rangæinga.  Hagnaður af rekstri nam kr. 10.957.396 og eigið fé í árslok nam kr. 247.444.800.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
 
1.2 Ársreikningur Tónlistarskóla Rangárvallasýslu.  Hagnaður af restri nam kr. 5.003.467 og eigið fé í árslok nam kr. 14.906.031.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
 
2. Málefni Stórólfsvallar.
2.1 Lagður fram leigusamningur vegna túna á Stórólfsvelli.  Héraðsnefnd fól formanni að rita undir samningana fyrir hönd nefndarinnar.
2.2 Afsal vegna sölu á lóð úr Stórólfsvelli til Stórólfs ehf.  Héraðsnefnd undirritaði afsalið af hálfu seljanda.
 
3. Innsend erindi.
3.1  Erindi fráRangárþingi ytra vegna fjallskilasamþykktar, þar sem óskað er eftir að stofnaður verði vinnuhópur til að yfirfara fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu.  Héraðsnefnd samþykkt að verða við erindinu.  Í nefndina voru skipaðir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Hellu, Kristinn Jónsson Staðarbakka og Ísleifur Jónasson Kálfholti.
3.2  Erindi frá Guðmundi Árnasyni þar sem óskað er eftir fjárframlagi til fjármögnunar á heimildarmynd um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti.  Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000 gegn því að héraðsnefnd fái afhent til eignar fjögur eintök af myndinni sem verði höfð til útleigu á Héraðsbókasafni Rangæinga.
3.3.  Erindi frá sóknarnefnd Oddakirkju þar sem óskað er eftir fjárframlagi til reksturs og starfsemi í Menningarsal Oddakirkju á Hellu.  Afgreiðslu erindis frestað til vetrarfundar.
3.4.  Erindi frá Oddafélaginu þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna aðalfundar félagsins.  Samþykkt að styrkja félagið með því að kosta kaffiveitinar á aðalfundi félagsins árið 2013.
3.4  Erindi frá Rangárþingi eystra vegna vímuforvarna, þar sem óskað er eftir því að Héraðsnefnd kaupi skýrslu sem unnin hefur verið um vímuforvarnir af fyrirtækinu Rannsóknum og greiningu.  Ákveðið að kaupa skýrsluna í tvö ár og óska eftir tilboði frá R&G um kaup í tvö ár til viðbótar.  Sveitarstjórum falið að vinna áfram að málinu.
 
4. Önnur mál.
4.1  Erindi frá Ásahreppi, þar sem óskað er eftir skráningu tveggja nýrra lögbýla, Miðáss og Ásbrúar á afréttarskrá Holtamannaafréttar.  Eydís Indriðadóttir vék af fundi undir þessum lið.  Héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við að þessi býli verði tekin á afréttarskrá Holtamannaafréttar.
4.2.  Erindi frá Rangárhöllinni efh, þar sem óskað er eftir að Héraðsnefnd Rangæinga komi að lausn á fjárhagsvanda félagsins með fjárframlagi.  Héraðsráði falið að yfirfara málið frekar og skila tillögum til héraðsnefndar.
 
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl:  18,10.